„Brallt í plati“: Þrjár leiðir sem Bretar gætu farið til að hunsa niðurstöður Brexit-kosningarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 21:37 Mikið óvissuástand ríkir um þessar mundir í breskum stjórnmálum eftir að naumur meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn að ganga úr Evrópusambandinu. Vísir Mikið óvissuástand ríkir um þessar mundir í breskum stjórnmálum eftir að naumur meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn að ganga úr Evrópusambandinu. Forsætisráðherrann hefur sagt af sér, stjórnarandstaðan er í molum og líklegt þykir að bresk hlutabréf haldi áfram að lækka þegar markaðir opna á morgun. Afar mjótt var á mununum og hafa ófáir kjósendur sem studdu „Brethvarfið“ úr Evrópusambandinu lýst því yfir að þeir sjái mjög eftir atkvæði sínu, þeim hafi ekki komið til hugar að sú niðurstaða yrði ofan á og þeir hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir afleiðingunum.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Óvissa mun ríkja allt þar til Bretar ná samningum við Evrópusambandið um það hvernig og hvenær þeir munu segja sig frá sambandinu. Í raun er ekki einu sinni hægt að fullyrða um hvort það gerist – niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru ekki bindandi og þó það hafi verið kallað „pólitískt sjálfsmorð“ að ganga gegn þessum vilja þjóðarinnar, eru enn nokkrar leiðir sem bresk stjórnvöld gætu farið til þess að tryggja áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu.Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, er talinn líklegur arftaki David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra. Johnson var duglegur að hvetja Breta til þess að segja sig úr Evrópusambandinu.Vísir/GettyEf Bretar vilja yfirgefa Evrópusambandið þurfa þeir að virkja 50. grein ESB-sáttmálans (sem ekkert aðildarríki hefur áður gert). Það felur í sér að þeir óski formlega eftir því að hverfa á brott og sambandið þarf þá að hefja samningaviðræður um skilmálana. Ekki einungis hafa bresk stjórnvöld ekki virkjað 50. greinina, heldur hafa þau ekki einu sinni lýst því yfir hvenær stefnt er að því að gera það. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og látið arftaka sínum það eftir að taka ákvörðunina. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sem margir telja líklegan eftirmann Cameron, hefur lýst því yfir að það liggi ekkert á að hefja viðræður.Sjá einnig: Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Það er varla raunsætt að bíða bara með það endalaust að virkja 50. greinina en bandaríski vefmiðillinn Vox tekur saman þrjár sniðugri leiðir sem hægt væri að fara, kjósi Bretar að gera það í ljósi hrakspáa sérfræðinga og eftirsjá kjósenda.Ein leið væri að leyfa Skotum, Norður-Írum eða Wales-verjum að bjarga sér. Ríkin þrjú heyra undir þingið í Lundúnum en ráða sínum málum að einhverju leyti sjálf samkvæmt lögum. Meirihluti Skota og Norður-Íra greiddi atkvæði með áframhaldandi ESB-aðild og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.VísirEf arftaki Cameron vill hunsa vilja Skota og Norður-Íra til þess að vera áfram í Evrópusambandinu, þá gæti hann það sennilega lögum samkvæmt. En það væri ekki líklegt til vinsælda og gæti til dæmis hæglega leitt til þess að Skotar kjósi aftur um það hvort þeir vilji sjálfstæði frá Bretum – og samþykki það jafnvel í þetta sinn. Til að forðast innanríkisdeilur, gætu bresk stjórnvöld tilkynnt það að þau vilji bíða með að virkja 50. greinina þar til skosku, norður-írsku og velsku þingin hafi fengið að kjósa um það hvort þau vilji yfirgefa Evrópusambandið. Kjósi eitt eða fleiri þing gegn því, gætu stjórnvöld þannig ákveðið að virkja greinina ekki til að gæta hagsmuna hins sameinaða konungsríkis.Önnur möguleið leið væri að halda bara aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Hví ekki? Það er vissulega stutt síðan sú síðasta fór fram, en það er ekkert sem bannar það. Það væri líka tiltölulega einfalt að færa fyrir því rök á borð við það að rúmar tvær milljónir Breta hafa skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir annarri atkvæðagreiðslu, áðurnefndan vitnisburð fjölda stuðningsmanna „Brethvarfs“ sem segjast sjá eftir atkvæðinu sínu eftir allt saman og ekki síst örvæntingarfullar tilraunir Breta til að fræða sig um Evrópusambandið eftir að niðurstöður lágu fyrir á föstudag.Þriðja leiðin væri að rjúfa þing og boða til kosninga, meðal annars í ljósi þess að kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ef annað hvort Verkamannaflokkurinn eða hópur fyrrverandi Íhaldsmanna færi fram með það að hafna niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og næði kjöri, gæti sá flokkur litið á það sem umboð frá þjóðinni til þess að láta það vera að virkja 50. greinina. (Í raun væri þetta ekki ósvipað því sem gerðist hér á landi, þegar nýkjörin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsti því yfir að aðildarviðræður sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hóf við Evrópusambandið væru dauðar úr öllum æðum. En það er önnur og lengri umræða.) Það verður þó að teljast ólíklegt að Íhaldsflokkurinn, sem annars á öruggan þingmeirihluta til ársins 2020, vilji rjúfa þing. Í raun gengur engin þeirra þriggja leiða sem hér hafa verið nefndar upp nema ríkisstjórn Íhaldsflokksins sé til í að taka slaginn. Ef arftaki Cameron vill virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, getur sennilega ekkert komið í veg fyrir að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Leiðtogar Evrópusambandsins segja að Bretland megi ekki fresta því að ganga úr Evrópusambandinu. 24. júní 2016 11:35 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Mikið óvissuástand ríkir um þessar mundir í breskum stjórnmálum eftir að naumur meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn að ganga úr Evrópusambandinu. Forsætisráðherrann hefur sagt af sér, stjórnarandstaðan er í molum og líklegt þykir að bresk hlutabréf haldi áfram að lækka þegar markaðir opna á morgun. Afar mjótt var á mununum og hafa ófáir kjósendur sem studdu „Brethvarfið“ úr Evrópusambandinu lýst því yfir að þeir sjái mjög eftir atkvæði sínu, þeim hafi ekki komið til hugar að sú niðurstaða yrði ofan á og þeir hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir afleiðingunum.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Óvissa mun ríkja allt þar til Bretar ná samningum við Evrópusambandið um það hvernig og hvenær þeir munu segja sig frá sambandinu. Í raun er ekki einu sinni hægt að fullyrða um hvort það gerist – niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru ekki bindandi og þó það hafi verið kallað „pólitískt sjálfsmorð“ að ganga gegn þessum vilja þjóðarinnar, eru enn nokkrar leiðir sem bresk stjórnvöld gætu farið til þess að tryggja áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu.Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, er talinn líklegur arftaki David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra. Johnson var duglegur að hvetja Breta til þess að segja sig úr Evrópusambandinu.Vísir/GettyEf Bretar vilja yfirgefa Evrópusambandið þurfa þeir að virkja 50. grein ESB-sáttmálans (sem ekkert aðildarríki hefur áður gert). Það felur í sér að þeir óski formlega eftir því að hverfa á brott og sambandið þarf þá að hefja samningaviðræður um skilmálana. Ekki einungis hafa bresk stjórnvöld ekki virkjað 50. greinina, heldur hafa þau ekki einu sinni lýst því yfir hvenær stefnt er að því að gera það. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og látið arftaka sínum það eftir að taka ákvörðunina. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sem margir telja líklegan eftirmann Cameron, hefur lýst því yfir að það liggi ekkert á að hefja viðræður.Sjá einnig: Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Það er varla raunsætt að bíða bara með það endalaust að virkja 50. greinina en bandaríski vefmiðillinn Vox tekur saman þrjár sniðugri leiðir sem hægt væri að fara, kjósi Bretar að gera það í ljósi hrakspáa sérfræðinga og eftirsjá kjósenda.Ein leið væri að leyfa Skotum, Norður-Írum eða Wales-verjum að bjarga sér. Ríkin þrjú heyra undir þingið í Lundúnum en ráða sínum málum að einhverju leyti sjálf samkvæmt lögum. Meirihluti Skota og Norður-Íra greiddi atkvæði með áframhaldandi ESB-aðild og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.VísirEf arftaki Cameron vill hunsa vilja Skota og Norður-Íra til þess að vera áfram í Evrópusambandinu, þá gæti hann það sennilega lögum samkvæmt. En það væri ekki líklegt til vinsælda og gæti til dæmis hæglega leitt til þess að Skotar kjósi aftur um það hvort þeir vilji sjálfstæði frá Bretum – og samþykki það jafnvel í þetta sinn. Til að forðast innanríkisdeilur, gætu bresk stjórnvöld tilkynnt það að þau vilji bíða með að virkja 50. greinina þar til skosku, norður-írsku og velsku þingin hafi fengið að kjósa um það hvort þau vilji yfirgefa Evrópusambandið. Kjósi eitt eða fleiri þing gegn því, gætu stjórnvöld þannig ákveðið að virkja greinina ekki til að gæta hagsmuna hins sameinaða konungsríkis.Önnur möguleið leið væri að halda bara aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Hví ekki? Það er vissulega stutt síðan sú síðasta fór fram, en það er ekkert sem bannar það. Það væri líka tiltölulega einfalt að færa fyrir því rök á borð við það að rúmar tvær milljónir Breta hafa skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir annarri atkvæðagreiðslu, áðurnefndan vitnisburð fjölda stuðningsmanna „Brethvarfs“ sem segjast sjá eftir atkvæðinu sínu eftir allt saman og ekki síst örvæntingarfullar tilraunir Breta til að fræða sig um Evrópusambandið eftir að niðurstöður lágu fyrir á föstudag.Þriðja leiðin væri að rjúfa þing og boða til kosninga, meðal annars í ljósi þess að kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ef annað hvort Verkamannaflokkurinn eða hópur fyrrverandi Íhaldsmanna færi fram með það að hafna niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og næði kjöri, gæti sá flokkur litið á það sem umboð frá þjóðinni til þess að láta það vera að virkja 50. greinina. (Í raun væri þetta ekki ósvipað því sem gerðist hér á landi, þegar nýkjörin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsti því yfir að aðildarviðræður sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hóf við Evrópusambandið væru dauðar úr öllum æðum. En það er önnur og lengri umræða.) Það verður þó að teljast ólíklegt að Íhaldsflokkurinn, sem annars á öruggan þingmeirihluta til ársins 2020, vilji rjúfa þing. Í raun gengur engin þeirra þriggja leiða sem hér hafa verið nefndar upp nema ríkisstjórn Íhaldsflokksins sé til í að taka slaginn. Ef arftaki Cameron vill virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, getur sennilega ekkert komið í veg fyrir að Bretar gangi úr Evrópusambandinu.
Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Leiðtogar Evrópusambandsins segja að Bretland megi ekki fresta því að ganga úr Evrópusambandinu. 24. júní 2016 11:35 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Leiðtogar Evrópusambandsins segja að Bretland megi ekki fresta því að ganga úr Evrópusambandinu. 24. júní 2016 11:35