Ekkert bendir til saknæmi Clinton í tengslum við árás í Benghazi 2012 Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2016 14:40 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð. Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í tengslum við árás á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í líbísku borginni Benghazi í september 2012. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en rannsóknin hefur verið ein tímafrekasta, kostnaðarsamasta og umdeildasta í sögu bandarískra stjórnmála. Sendiherra Bandaríkjanna og þrír Bandaríkjamenn til viðbótar létu lífið í árásinni. Í frétt New York Times segir að í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður að lengd, komi einhverjar nýjar upplýsingar fram um árásina þar sem varnarmálaráðuneytið, leyniþjónustan CIA og utanríkisráðuneytið bandaríska eru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir raunverulegu ástandi öryggismála í borginni og að starfrækja skrifstofur í Benghazi þar sem ekki hafi verið mögulegt að tryggja öryggi starfsmanna. Trey Gowdy, þingmaður Repúblikana, var formaður nefndarinnar sem starfað hefur í tvö ár. Í skýrslunni er utanríkisráðuneytið einnig gagnrýnt þar sem sem ráðuneytið hefði í raun heimilað aðilum á borð við Clinton að ákveða hverjir myndu stýra rannsókn ráðuneytisins á árásinni. Í skýrslu þingnefndarinnar er hins vegar ekki dregið í efa að bandarískt herlið í Evrópu hefði ómögulega getað haldið til Benghazi til að bjarga þeim sem féllu í árásinni í tæka tíð.
Tengdar fréttir Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30 Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49 Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58 Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Árásin í Benghazi var hryðjuverk Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum. 3. október 2012 09:30
Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi. 13. september 2012 06:49
Sendiherra Bandaríkjanna drepinn í Líbýu Sjálfur sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var meðal þeirra sem létu lífið þegar ráðist var á sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 09:58
Bandaríkjamaður féll í árás á sendiráðsskrifstofu í Benghazi Bandarískur sendiráðsmaður féll og annar særðist þegar vopnaðir menn réðust inn í sendiráðsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi. 12. september 2012 06:56