Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2016 22:35 Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir. vísir/epa „Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“ Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Fólk er að segja hér að sprengjurnar hafi sprungið korteri áður en við lentum. Það vill svo til að þessari vél seinkaði einmitt um eitthvað álíka þannig að við vorum kannski bara svolítið heppin,“ segir Linda Björk Bryndísardóttir, sem stödd er í flugvél við Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl, þar sem gerðar hafa verið að minnsta kosti þrjár sjálfsvígsárásir í kvöld. Linda, sem er um borð í vél Turkish Airlines, segir óvissuástand ríkja í flugvélinni þessa stundina, en hún býst við að vera í vélinni næstu fjórar klukkustundirnar. „Það er búið að gefa okkur að drekka og borða og það eru flestir hérna í símunum sínum að lesa fréttirnar. Starfsfólkið er ekki að gefa okkur of miklar upplýsingar en aðallega að upplýsa okkur um að allir séu öruggir. En það ríkir óvissuástand í flugvélinni eins og er," segir hún, en Linda millilenti í Istanbúl þaðan sem hún hugðist fara til San Francisco þar sem hún býr.Blikkljós í fjarska Linda segir að vélinni hafi verið ekið nokkurn spöl frá flugvellinum eftir að henni var lent. Aðspurð segist hún hvorki sjá reyk né eld frá flugstöðinni. „Það sem ég sé út um gluggann núna er að það virðist sem þeir hafi lagt vélinni frá flugvellinum sjálfum. Við erum í einhverju svona skýli núna. Ég var að svipast um eftir lögreglubílum, en sé ekkert svoleiðis. Það eru einhver blikkljós í fjarska en það er allt og sumt.“ Aðspurð segist hún ekki finna fyrir hræðslu á meðal farþega, frekar óróleika. „Í upphafi kom það mér svolítið á óvart hversu rólegt fólkið var. Það var meira svona ruglingur í gangi, fólk vissi ekki hvað var að gerast. Það voru ekki allir með internet þannig að farþegar voru að upplýsa hvern annan um leið og frekari fréttir bárust,“ útskýrir Linda.Þakkar fyrir að hafa ekki verið komin inn á flugvöll Linda segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar séu um borð, en sjálf var hún að koma frá Nice í Frakklandi, þar sem hún fylgdist með íslenska landsliðinu spila á Evrópumótinu í knattspyrnu. „Ég er búin að fara á alla fjóra leikina. Maður var hræddur um að eitthvað svona gæti gerst í Frakklandi, en það var svo ekki fyrr en maður fór frá landi að svo varð,“ segir hún og þakkar í leiðinni fyrir að seinkun hafi orðið á fluginu hennar. „Ég heyrði af því að atburðirnir hafi átt sér stað í brottfararsalnum en burt séð frá því þakkar maður fyrir að hafa ekki verið á svæðinu. Það er bara svo ótrúlegt að þetta skuli gerast.“
Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira