Hálftóm glös Logi Bergmann skrifar 11. júní 2016 07:00 Ég vaknaði um miðja nótt og fann mikla steikarlykt. Fyrsta sem mér datt í hug var að ég væri að fá heilablóðfall. Eða hjartaáfall. Ég mundi alveg greinilega að ég hafði lesið eitthvað um að rétt áður en fólk fær eitthvað hræðilegt finnur það lykt af einhverju sérstöku. Ég bara mundi ekki hver lyktin var eða hvað ætti að vera í gangi þegar maður fyndi hana. Var það kannski vanillu- eða hnetulykt? Og var þetta kannski botnlangakast? Krabbamein? Ég lá andvaka og braut heilann. Reyndi að rifja upp hvað þetta gæti verið: Steikarlykt. Sterk steikarlykt. Það hlaut að vera eitthvað. Svo gafst ég upp og gúglaði og fann ekkert. Og þá var ég búinn að tapa og klárlega vaknaður. Ekkert annað að gera en að koma sér fram úr, þó að klukkan væri ekki nema að skríða í hálffimm. Þegar ég kem upp sé ég son minn við eldavélina. Hann var sem sagt að gera enn eina árangurlausa tilraun til að snúa sólarhringnum við, eins og unglingar gera (þá tekur það tvær vikur), varð svangur og ákvað að fá sér beikon. Meðan ég borðaði þetta líka fína beikon, því drengurinn er býsna snjall í eldhúsinu, velti ég því fyrir mér af hverju maður bregst svona við. Af hverju hættir okkur svona oft til að búast við því versta og sjá dökku hliðarnar alltaf fyrst?Of margir hálfvitar Ég þekki alltof marga sem sjá glasið alltaf hálftómt. Jafnvel nokkra sem eru með það á hreinu að það sé ekki bara nánast tómt, heldur líka brotið og skítugt. Ég er orðinn svo leiður á gaurum sem eru fastir á krónísku þunglyndislegu trúnaðarstigi og þurfa endilega að láta alla vita hvað allt er ömurlegt. Það er líka svo merkilegt að í kringum þetta fólk eru venjulega bara vitleysingar og bjánar. En svo er pæling: Er það ekki aðeins of mikil tilviljun ef allir í kringum þig eru hálfvitar nema þú? En af hverju verðum við svona reið yfir öllu mögulegu? Af hverju erum við alltaf í því að láta hluti sem skipta svo litlu máli pirra okkur? Yfirleitt höfum við val um það hvernig við mætum aðstæðum og hvort við kjósum að láta smáatriði stela orku frá okkur (afsakið nýaldarmálið) og eyða tíma sem við gætum notað í eitthvað annað.Og við kvörtum Bara síðustu daga hef ég séð fólk taka kast yfir því að Morgunblaðið komi inn um lúguna hjá því (óumbeðið), hljóðunum í töskum hjá ferðamönnum, of mörgum forsetaframbjóðendum, lattélepjandi liði og að allt sé fullt af hjólreiðamönnum í spandexi. Það er hægt að mæta þessu öðruvísi. Maður fær Moggann ókeypis. Ferðamenn hafa gjörbreytt efnahagnum og fyllt landið af skemmtilegu fólki. Það er frábært að allir geti boðið sig fram. Latté er sennilega það sem hefur helst hjálpað íslenskum kúabændum og fengið fullorðið fólk til að drekka mjólk (ég gleymdi reyndar þeim sem finnst algjörlega fáránlegt að fullorðið fólk drekki mjólk og þar að auki úr einhverjum sem hefur aldrei verið mamma þess). En ég get fallist á að það ættu að vera reglur um það hverjir mega klæða sig í spandex. Nú er komið sumar. Það er fínt veður. Eigum við kannski í smástund að vera sátt við það að þetta er bara með bærilegasta móti? Gleðjast yfir því að þurfa ekki að skafa í einhverju fáránlegu júníhreti? Reyna að njóta dagsins og vera létt. Er það ekki eitthvað? Ég get ekki beinlínis lofað ykkur blómum, sólskini og betra kynlífi, en – ég get lofað ykkur að ef þið farið þessa leið verður allt heldur skárra. Já, og meðan ég man. Það er víst talað um það að lykt af ristuðu brauði geti verið einhvers konar fyrirboði heilablóðfalls. En svo sá ég líka að það er víst bara kjaftæði. Það eru til miklu betri leiðir til að átta sig á því. Þannig að ef þið finnið lykt af beikoni um miðja nótt, byrjið þá á því að því að athuga hvort einhver sé í eldhúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Ég vaknaði um miðja nótt og fann mikla steikarlykt. Fyrsta sem mér datt í hug var að ég væri að fá heilablóðfall. Eða hjartaáfall. Ég mundi alveg greinilega að ég hafði lesið eitthvað um að rétt áður en fólk fær eitthvað hræðilegt finnur það lykt af einhverju sérstöku. Ég bara mundi ekki hver lyktin var eða hvað ætti að vera í gangi þegar maður fyndi hana. Var það kannski vanillu- eða hnetulykt? Og var þetta kannski botnlangakast? Krabbamein? Ég lá andvaka og braut heilann. Reyndi að rifja upp hvað þetta gæti verið: Steikarlykt. Sterk steikarlykt. Það hlaut að vera eitthvað. Svo gafst ég upp og gúglaði og fann ekkert. Og þá var ég búinn að tapa og klárlega vaknaður. Ekkert annað að gera en að koma sér fram úr, þó að klukkan væri ekki nema að skríða í hálffimm. Þegar ég kem upp sé ég son minn við eldavélina. Hann var sem sagt að gera enn eina árangurlausa tilraun til að snúa sólarhringnum við, eins og unglingar gera (þá tekur það tvær vikur), varð svangur og ákvað að fá sér beikon. Meðan ég borðaði þetta líka fína beikon, því drengurinn er býsna snjall í eldhúsinu, velti ég því fyrir mér af hverju maður bregst svona við. Af hverju hættir okkur svona oft til að búast við því versta og sjá dökku hliðarnar alltaf fyrst?Of margir hálfvitar Ég þekki alltof marga sem sjá glasið alltaf hálftómt. Jafnvel nokkra sem eru með það á hreinu að það sé ekki bara nánast tómt, heldur líka brotið og skítugt. Ég er orðinn svo leiður á gaurum sem eru fastir á krónísku þunglyndislegu trúnaðarstigi og þurfa endilega að láta alla vita hvað allt er ömurlegt. Það er líka svo merkilegt að í kringum þetta fólk eru venjulega bara vitleysingar og bjánar. En svo er pæling: Er það ekki aðeins of mikil tilviljun ef allir í kringum þig eru hálfvitar nema þú? En af hverju verðum við svona reið yfir öllu mögulegu? Af hverju erum við alltaf í því að láta hluti sem skipta svo litlu máli pirra okkur? Yfirleitt höfum við val um það hvernig við mætum aðstæðum og hvort við kjósum að láta smáatriði stela orku frá okkur (afsakið nýaldarmálið) og eyða tíma sem við gætum notað í eitthvað annað.Og við kvörtum Bara síðustu daga hef ég séð fólk taka kast yfir því að Morgunblaðið komi inn um lúguna hjá því (óumbeðið), hljóðunum í töskum hjá ferðamönnum, of mörgum forsetaframbjóðendum, lattélepjandi liði og að allt sé fullt af hjólreiðamönnum í spandexi. Það er hægt að mæta þessu öðruvísi. Maður fær Moggann ókeypis. Ferðamenn hafa gjörbreytt efnahagnum og fyllt landið af skemmtilegu fólki. Það er frábært að allir geti boðið sig fram. Latté er sennilega það sem hefur helst hjálpað íslenskum kúabændum og fengið fullorðið fólk til að drekka mjólk (ég gleymdi reyndar þeim sem finnst algjörlega fáránlegt að fullorðið fólk drekki mjólk og þar að auki úr einhverjum sem hefur aldrei verið mamma þess). En ég get fallist á að það ættu að vera reglur um það hverjir mega klæða sig í spandex. Nú er komið sumar. Það er fínt veður. Eigum við kannski í smástund að vera sátt við það að þetta er bara með bærilegasta móti? Gleðjast yfir því að þurfa ekki að skafa í einhverju fáránlegu júníhreti? Reyna að njóta dagsins og vera létt. Er það ekki eitthvað? Ég get ekki beinlínis lofað ykkur blómum, sólskini og betra kynlífi, en – ég get lofað ykkur að ef þið farið þessa leið verður allt heldur skárra. Já, og meðan ég man. Það er víst talað um það að lykt af ristuðu brauði geti verið einhvers konar fyrirboði heilablóðfalls. En svo sá ég líka að það er víst bara kjaftæði. Það eru til miklu betri leiðir til að átta sig á því. Þannig að ef þið finnið lykt af beikoni um miðja nótt, byrjið þá á því að því að athuga hvort einhver sé í eldhúsinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun