Innlent

Bombardier vél snúið við skömmu fyrir lendingu á Akureyri

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ein Bombardier vélanna í flota félagsins.
Ein Bombardier vélanna í flota félagsins. vísir/vilhelm
Bombardier Q400 flugvél Flugfélags Íslands, á leið til Akureyrar frá Reykjavík, var snúið við skömmu áður en áætlað var að lenda á Akureyri. 

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var um borð í vélinni. Á Facebook-síðu sinni ritar hún að farþegum hafi verið tjáð að upp hefði komið einhver bilun og nauðsynlegt hefði verið að snúa vélinni við þar sem engir flugvirkjar væru á Akureyri til að laga bilunina. 

Árni Gunarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið rétt ástæða. „Það er vinnuregla hjá okkur að snúa alltaf aftur í heimahöfn,“ segir hann. „Þetta var næstsíðasta vélin til Akureyrar í kvöld svo farþegar fengu sæti í þeirri síðustu og síðan var farin auka ferð.“

Í flota Flugfélagsins eru þrjár Bombardier Q400 vélar en þær hafa allar verið með vesen. „Þetta hafa verið gífurlega mismunandi atvik en engin þeirra stórvægileg. Þó alltaf slík að þetta er eitthvað sem við höfum viljað fara yfir. Maður vill hafa svona hluti í lagi,“ segir Árni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×