Steve Kerr á frábærar minningar frá 13. júní | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:54 Steve Kerr og Michael Jordan fagna saman NBA-titlinum fyrir 19 árum síðan. Vísir/Getty Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016 NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira