Erlent

NATO krefst þess að Rússar yfirgefi Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jens Stoltenberg, yfirmaður NATO, krafðist þess í dag að Rússar drægju hersveitir sínar og búnað heim frá Úkraínu og láti af stuðningi sínum við aðskilnaðarsinna í landinu. Þá sagði hann að NATO myndi aldrei viðurkenna „ólöglega“ innlimun Rússa á Krímskaga fyrir tveimur árum.

Þetta sagði Stoltenberg eftir fund varnarmálaráðherra NATO-ríkja í morgun. Hann sagði að NATO myndi auka stuðning sinn við yfirvöld í Kænugarði. Samkvæmt AFP fréttaveitunni fór Stoltenberg einnig fram á að Rússar beittu sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar virtu vopnahléið sem tæknilega er virkt í austurhluta Úkraínu.

Meðal annars sagði Stoltenberg að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnunum vopn, búnað og þjálfun. Þá væri stór hluti herafla Rússlands við landamæri Úkraínu og að viðvera hersins á Krímskaga hafi verið styrkt í sessi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×