Bandarískir kjósendur ósáttir við útnefningarferli flokkanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. júní 2016 07:00 Mikill stuðningur er við kröfur Bernie Sanders um breytingar á útnefningarferli flokkanna tveggja. Nordicphotos/AFP Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58
Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09
Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46
Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06
Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42