Rúllukragasumar Berglind Pétursdóttir skrifar 6. júní 2016 07:00 Sumarið er loksins komið með sína ylvolgu sólardaga og hvað gerir maður þá? Nú, pakkar að sjálfsögðu sandölum í tösku og drífur sig af landi brott til að njóta hita og sólar annars staðar. Mitt eina markmið í utanlandsferðum fyrri ára hefur verið að brenna yfirborð húðar minnar þannig að ég sé með besta tanið í vinahópnum í að minnsta kosti nokkrar vikur eftir heimkomu. Eftir að ég uppgötvaði brúnkukrem er ég reyndar alltaf með gott tan og get því einbeitt mér að því að skoða sögufræga kletta og kirkjur á ferðalögum mínum um heiminn. Það er gott að vera laus við stressið sem fylgir því að finna strönd til að slappa af á og verða brún. Þegar tíminn fer ekki allur í að liggja berskjaldaður við sjávarsíðuna og bíða eftir því að fá húðkrabba vandast málið. Ég á engin föt til að vera í erlendis. Jú, ég á reyndar feikinóg af fötum, en þau eru flestöll úr vandaðri ull og með annaðhvort rúllukraga eða síðum skálmum. Eftir að fríið var bókað neyddist ég því til þess að skella mér í verslunarleiðangur og redda stuttbuxum á eina staðnum sem ég versla á núorðið, internetinu. Það er svo þægilegt að versla á netinu, afgreiðslufólk þar er sjaldnast dónalegt og úrvalið er með betra móti. Það er einfalt að raða í körfuna öllu sem mann langar í og maður þarf ekki einu sinni að máta! Ég fann nýjan sundbol, gúmmístígvél og kápu sem verður góð í vinnuna í vetur. Það var líka þrennutilboð á rúllukragapeysum, eins og þeim sem ég átti fyrir, gáfulegt að fjárfesta í fleirum. Ég tékkaði út, pakkinn verður sendur heim að dyrum. En ég gleymdi stuttbuxunum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Sumarið er loksins komið með sína ylvolgu sólardaga og hvað gerir maður þá? Nú, pakkar að sjálfsögðu sandölum í tösku og drífur sig af landi brott til að njóta hita og sólar annars staðar. Mitt eina markmið í utanlandsferðum fyrri ára hefur verið að brenna yfirborð húðar minnar þannig að ég sé með besta tanið í vinahópnum í að minnsta kosti nokkrar vikur eftir heimkomu. Eftir að ég uppgötvaði brúnkukrem er ég reyndar alltaf með gott tan og get því einbeitt mér að því að skoða sögufræga kletta og kirkjur á ferðalögum mínum um heiminn. Það er gott að vera laus við stressið sem fylgir því að finna strönd til að slappa af á og verða brún. Þegar tíminn fer ekki allur í að liggja berskjaldaður við sjávarsíðuna og bíða eftir því að fá húðkrabba vandast málið. Ég á engin föt til að vera í erlendis. Jú, ég á reyndar feikinóg af fötum, en þau eru flestöll úr vandaðri ull og með annaðhvort rúllukraga eða síðum skálmum. Eftir að fríið var bókað neyddist ég því til þess að skella mér í verslunarleiðangur og redda stuttbuxum á eina staðnum sem ég versla á núorðið, internetinu. Það er svo þægilegt að versla á netinu, afgreiðslufólk þar er sjaldnast dónalegt og úrvalið er með betra móti. Það er einfalt að raða í körfuna öllu sem mann langar í og maður þarf ekki einu sinni að máta! Ég fann nýjan sundbol, gúmmístígvél og kápu sem verður góð í vinnuna í vetur. Það var líka þrennutilboð á rúllukragapeysum, eins og þeim sem ég átti fyrir, gáfulegt að fjárfesta í fleirum. Ég tékkaði út, pakkinn verður sendur heim að dyrum. En ég gleymdi stuttbuxunum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun