Atvinnuviðtali lauk með hnefahöggum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2016 12:20 Lögreglan á Suðurlandi kom að 358 verkefnum í liðinni viku. vísir/pjetur Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni. Fréttir af flugi Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni.
Fréttir af flugi Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira