Hreðjahnefar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. júní 2016 07:00 Fyrir nokkru var það til umræðu hvort banna ætti sýningar á bardagaíþrótt einni þar sem áhorfið hefði slæm áhrif á óharðnaða sem áttu að hafa látið hnefa tala skömmu eftir eina viðureignina. Ég horfi ekki á þá íþrótt og er því ekki dómbær um það. Hins vegar er svo komið að vara mætti við áhorfi á mína uppáhaldsíþrótt, knattspyrnu. Þar viðgangast svo mikil óþokkabrögð að móðir mín félli líklegast í yfirlið, sæi hún einn leik. Nú á ég ekki við stimpingar þegar mönnum hleypur kapp í kinn heldur ódrengilega knytti. Lengi hefur það tíðkast að plata dómarann með því að þykjast vera fórnarlamb fólskubragða andstæðingsins. Hafa menn náð svo mikilli leikni í þessu að þeir liggja eins og í öngviti ef þeim er strokið um vanga. Nýjasta óhæfan er svo að kýla í punginn á mönnum þegar lítið ber á. Íslenska knattspyrnutímabilið er nýhafið og hafa þegar tveir verið gripnir við þessa iðju. Áhrifin létu ekki á sér standa. Þjóðin sá nokkru síðar þegar fræðimaður og stjórnmálamaður háðu einvígi í sjónvarpssal. Höfðu þeir sitthvað á samviskunni. Fræðimaðurinn hafði sagt eitt og annað um þorskastríðið í fyrirlestri en stjórnmálamaðurinn hafði meðal annars komið Íslandi á lista yfir hinar staðföstu þjóðir sem eru ábyrgar fyrir einum mestu stríðsafglöpum okkar tíma og sýpur heimsbyggðin enn seyðið af þeim hryllingi. Fræðimaðurinn var yfirheyrður eins og glæpamaður. Þetta er náttúrlega fyrir neðan beltisstað eða eins og sagt er hér á Spáni þegar maður er hafður að fífli; það er verið að atast í eistum manns. Ég ætla auðvitað að horfa á okkar heiðursmenn í Frakklandi en til allra hreðjahnefa vil ég beina þeim tilmælum að þeir hafi sig hæga, maður veit nefnilega aldrei hvenær pörupiltarnir eru að horfa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Fyrir nokkru var það til umræðu hvort banna ætti sýningar á bardagaíþrótt einni þar sem áhorfið hefði slæm áhrif á óharðnaða sem áttu að hafa látið hnefa tala skömmu eftir eina viðureignina. Ég horfi ekki á þá íþrótt og er því ekki dómbær um það. Hins vegar er svo komið að vara mætti við áhorfi á mína uppáhaldsíþrótt, knattspyrnu. Þar viðgangast svo mikil óþokkabrögð að móðir mín félli líklegast í yfirlið, sæi hún einn leik. Nú á ég ekki við stimpingar þegar mönnum hleypur kapp í kinn heldur ódrengilega knytti. Lengi hefur það tíðkast að plata dómarann með því að þykjast vera fórnarlamb fólskubragða andstæðingsins. Hafa menn náð svo mikilli leikni í þessu að þeir liggja eins og í öngviti ef þeim er strokið um vanga. Nýjasta óhæfan er svo að kýla í punginn á mönnum þegar lítið ber á. Íslenska knattspyrnutímabilið er nýhafið og hafa þegar tveir verið gripnir við þessa iðju. Áhrifin létu ekki á sér standa. Þjóðin sá nokkru síðar þegar fræðimaður og stjórnmálamaður háðu einvígi í sjónvarpssal. Höfðu þeir sitthvað á samviskunni. Fræðimaðurinn hafði sagt eitt og annað um þorskastríðið í fyrirlestri en stjórnmálamaðurinn hafði meðal annars komið Íslandi á lista yfir hinar staðföstu þjóðir sem eru ábyrgar fyrir einum mestu stríðsafglöpum okkar tíma og sýpur heimsbyggðin enn seyðið af þeim hryllingi. Fræðimaðurinn var yfirheyrður eins og glæpamaður. Þetta er náttúrlega fyrir neðan beltisstað eða eins og sagt er hér á Spáni þegar maður er hafður að fífli; það er verið að atast í eistum manns. Ég ætla auðvitað að horfa á okkar heiðursmenn í Frakklandi en til allra hreðjahnefa vil ég beina þeim tilmælum að þeir hafi sig hæga, maður veit nefnilega aldrei hvenær pörupiltarnir eru að horfa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun