Mánudagskvöldið þegar Íslandsmetin skulfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 08:43 Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira