Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 08:07 Kínversk J-10 flugvél á flugi. Vísir/EPA Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kínverskri orrustuþotu hafa verið flogið að bandarískri flugvél með glæfralegum hætti yfir Kínahafi í gær. Atvikið mun hafa átt sér stað í alþjóðlegri lofthelgi þar sem tvær J-10 þotur flugu að RC-135 flugvél Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Bandaríkjunum segir að annarri kínversku flugvélinni hafi verið flogið of hratt að flugvél Bandaríkjanna. Engin ögrun hafi átt sér stað og að atvikið virðist vera dæmi um ófaglega hegðun flugmanna. Kínverjar segjast hafa fengið kvörtun frá Bandaríkjunum en í yfirlýsingu til Reuters segja þeir að Bandaríkin séu vísvitandi að reyna að gera mikið úr atvikinu. Bendar þeir á að um eftirlitsflugvél Bandaríkjanna hafi verið að ræða og hún hafi verið notuð til að fylgjast með Kína. Ennfremur segir að kínverskir flugmenn fylgi lögum og reglum. Þeir starfi með ábyrgum og faglegum hætti.Hér má sjá til hvaða hafssvæðis Kína gerir tilkall til.Vísir/GRaphicNewsYfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í síðasta mánuði að tveimur kínverskum orrustuþotum hefði verið flogið í innan við 15 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvél þeirra yfir Kínahafi, þar sem Kínverjar hafa gert tilkall til umfangsmikils svæðis í trássi við nágranna sína. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Bandaríkin myndu setja sig gegn öllum tilraunum Kínverja til að stofna loftvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi, eins og þeir gerðu í Austur-Kínahafi árið 2013. Kína hefur gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs en Filippseyjar, Víetnam, Malasía, Taívan og Brúnei hafa eining gert tilkall til svæðisins. Kínverjar hafa byggt upp fjölda manngerðra eyja á hafsvæðinu og komið fyrir þar flugvöllum, vopnum og margvíslegum búnaði. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kínverskri orrustuþotu hafa verið flogið að bandarískri flugvél með glæfralegum hætti yfir Kínahafi í gær. Atvikið mun hafa átt sér stað í alþjóðlegri lofthelgi þar sem tvær J-10 þotur flugu að RC-135 flugvél Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Bandaríkjunum segir að annarri kínversku flugvélinni hafi verið flogið of hratt að flugvél Bandaríkjanna. Engin ögrun hafi átt sér stað og að atvikið virðist vera dæmi um ófaglega hegðun flugmanna. Kínverjar segjast hafa fengið kvörtun frá Bandaríkjunum en í yfirlýsingu til Reuters segja þeir að Bandaríkin séu vísvitandi að reyna að gera mikið úr atvikinu. Bendar þeir á að um eftirlitsflugvél Bandaríkjanna hafi verið að ræða og hún hafi verið notuð til að fylgjast með Kína. Ennfremur segir að kínverskir flugmenn fylgi lögum og reglum. Þeir starfi með ábyrgum og faglegum hætti.Hér má sjá til hvaða hafssvæðis Kína gerir tilkall til.Vísir/GRaphicNewsYfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í síðasta mánuði að tveimur kínverskum orrustuþotum hefði verið flogið í innan við 15 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvél þeirra yfir Kínahafi, þar sem Kínverjar hafa gert tilkall til umfangsmikils svæðis í trássi við nágranna sína. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Bandaríkin myndu setja sig gegn öllum tilraunum Kínverja til að stofna loftvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi, eins og þeir gerðu í Austur-Kínahafi árið 2013. Kína hefur gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs en Filippseyjar, Víetnam, Malasía, Taívan og Brúnei hafa eining gert tilkall til svæðisins. Kínverjar hafa byggt upp fjölda manngerðra eyja á hafsvæðinu og komið fyrir þar flugvöllum, vopnum og margvíslegum búnaði.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46
Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24
G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45