NBA: Þá var aftur kátt í Cleveland-höllinni | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 07:00 LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum. NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
LeBron James, Kyrie Irving og félagar þeirra í Cleveland Cavaliers fóru á kostum í nótt og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn á móti ríkjandi meisturum í Golden State Warriors. Cleveland Cavaliers vann leikinn 120-90 eftir að hafa kveikt í sínum stuðningsmönnum með því að komast í 9-0 og vinna fyrsta leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Það var gríðarlega góð stemmning í Quicken Loans Arena í nótt og heimamenn mættu til leiks til að spila upp á líf eða dauða og gáfu allt í þetta. Kyrie Irving hafði verið hálfkjánalegur í fyrstu tveimur leikjunum en sýndi sínar allar bestu hliðar og hann og LeBron James voru báðir frábærir og með 62 stig saman. LeBron James skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Kyrie Irving bætti við 30 stigum og 8 stoðsendingum. J.R. Smith kom líka í leitirnar og var með fimm þrista og 20 stig en Tristan Thompson skoraði 14 stig og tók 13 fráköst. „Loksins náðum við að spila okkar leik. Það var gott flæði í okkar leik og við unnum góðan liðssigur," sagði LeBron James sem mætti gríðarlega grimmur í leikinn og hreinlega keyrði sitt lið áfram. Kevin Love mátti ekki spila vegna höfuðhögg sem hann hlaut í leik tvö og hann vær væntanlega bara að jafna sig áfram í næsta leik sem fer líka fram í Cleveland. Cleveland Cavaliers hefur ekki tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni og liðið sýndi af hverju það er í þessum leik. Það var allt annað að sjá til leikmanna liðsins eftir skellina tvo í Oakland. Það var hinsvegar 63 stiga sveifla á milli leiks tvö og þrjú sem er rosalega mikið í úrslitum NBA. „Svona er bara NBA-deildin. Eins og Gregg Popovich sagði alltaf við mig, leikmennirnir í hinu liðinu fá líka milljónir dollara í laun," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors NBA-meistararnir hleyptu heimamönnum á skrið í upphafi leiks og áttu fá svör eftir það. Stephen Curry skoraði aðeins 2 stig í fyrri hálfleiknum en endaði með 19 stig. Hann var hinsvegar með 6 tapaða bolta og bara 3 stoðsendingar. Stephen Curry var ekki að afsaka sig eftir leikinn en hann hefur ekki náð sér almennilega á strik í seríunni þrátt fyrir að liðið hafi unnið tvo fyrstu leikina. „Ég þarf að spila hundrað sinnum betra en þetta. Þetta er ekki eins og við sáum þetta kvöld þróast," sagði Curry eftir leikinn. Harrison Barnes skoraði 18 stig, Andre Iguodala gerði 11 stig og Klay Thompson var með 10 stig. „Við vorum mjúkir. Þegar við þú ert mjúkur þá tapar þú frákastabaráttunni og tapar boltanum," sagði Steve Kerr.Cavaliers-liðið vann fráköstin 52-32 í leiknum og Golden State tapaði 18 boltum.
NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti