Þroskastríðið Þórlindur Kjartansson skrifar 20. maí 2016 07:00 Mín reynsla af því að verða fullorðinn er fyrst og fremst sú að mér finnst að það mætti alveg fara að koma að því. Í barnæsku virtist manni eins og allt fullorðið fólk byggi yfir einhverjum töframætti og að það hefði náð endastöð í þroskaferlinu. Þetta virtist mjög eftirsóknarvert. Börn telja sig vita að fullorðið fólk megi gera nákvæmlega það sem það vill og ekkert annað stjórni gerðum þess en viljinn. Fullorðinn einstaklingur sem reykir sígarettur gerir það af því að hann vill það. Hann má líka borða eins mikið nammi og honum dettur í hug – en fer aldrei yfir strikið, af því hann er svo þroskaður. Enginn getur sagt fullorðnu fólki fyrir verkum á meðan stöðugt er verið að ráðskast með og skipta sér af börnunum. Allt í kringum börnin eru fullorðnar fyrirmyndir. Kennarar, búðafólk, hárgreiðslufólk, íþróttamenn og pólitíkusar virka öll yfirþyrmandi fullorðin og þroskuð í augum barnanna. Og þessar fyrirmyndir verða að táknmynd þess hvernig það er að vera fullorðinn.Að þykjast vera fullorðinn Það er þess vegna ekki skrýtið að eitt af því fyrsta sem börn fara að hafa áhuga á þegar þau öðlast vitund um sig sjálf og umhverfi sitt er að verða stærri, eldri og fullorðnari ¬ fá að gera sjálf. Fyrir foreldrana er þetta ekki góð tilhugsun. Í fyrsta lagi er það vegna þess að uppvöxtur barnanna felur í sér staðfestingu á endalokum þeirra eigin æsku; og hins vegar vegna þess að foreldrarnir vonast til þess að ná sjálf sæmilegum þroska áður en börnin komast að því að allt þetta fullorðinstal er meira og minna leikaraskapur. Eftir því sem líður á barnæsku og unglingsárin þá verður smám saman til skilningur á því að lífið er flóknara en maður hélt. Fullorðið fólk er ákaflega mismikið fullorðið og innst inni lítum við ekkert öðruvísi á okkur þegar við erum fertug en þegar við vorum fjórtán ára. Eins og Steinn Steinarr lýsti í ljóðinu, þá erum við alltaf litla barnið sem leikur sér á ströndinni, en það er fólkið í kringum okkur sem breytist. En jafnvel þótt við finnum ekki mikið fyrir því að við fullorðnumst þá verður maður óhjákvæmilega var við að í kringum mann er sístækkandi hópur fólks sem er jafnvel ennþá minna þroskað en maður sjálfur ¬ meira og minna allir sem eru yngri.Þetta unga fólk nú til dags Smám saman fær maður á tilfinninguna að kennarar samtímans standist ekki samanburð við kennarana sem maður sjálfur leit upp til sem barn. Manni finnst meira og minna þetta vera einhverjir krakkar sem eru nú til dags látnir kenna börnunum. Og hvað þá stjórnmálamennirnir. Einu sinni fannst manni þeir búa yfir djúpum þroska og skilningi á öllum heimsins málum og voru táknmynd visku og yfirvegunar; og pössuðu best inn á myndir með leðurbundnum viskubókmenntum og blekbyttum í kringum sig. Núna eru þetta bara einhverjir tölvuleikjasjúkir unglingar sem sitja á þingi. Þegar foreldrar mínir voru að alast upp voru það Bítlarnir sem komu róti á ungviðið. Þegar ég var barn var hins vegar allt í einu orðið fullorðinslegt að hlusta á Bítlana. Fullorðið fólk spilaði bridge og félagsvist sér til dægradvalar ¬ og það var fullorðinslegt. Fyrir yngstu kynslóðirnar nú til dags þykir það eflaust frekar fullorðinslegt að spila vissa tölvuleiki en barnalegt að spila aðra ¬ og ellimerki að spila vist. Heimur versnandi fer, eru orð sem hafa hrotið af vörum mannanna svo lengi sem siðmenning af nokkru tagi hefur þrifist. Og alltaf hefur unga kynslóðin verið til vandræða og virst fullkomlega vanbúin til þess að takast á við alvöru lífsins. Þetta finnst mörgu sjötugu fólki um fimmtugt fólk, fimmtugu fólki um þrítugt fólk og þrítugu fólki um unglinga nútímans. En samt gengur þetta allt áfram og engin kynslóð hefur reynst svo gagnslaus þegar á reynir að siðmenningin hafi hrunið. Fólk og kynslóðir öðlast smám saman þroska til að taka ábyrgð á sínum eigin fjölskyldum og samfélaginu ¬ það er óbrigðult. En inntak þess að vera fullorðinn og þroskaður breytist vissulega með tíð og tíðaranda.Sigur í þroskastríðinu En eitt er þó ótvírætt merki um að verða fullorðinn. Það er skilningurinn á því að hlutirnir eru flóknari en þeir virðast í augum barns. Línurnar eru óskýrari, söguskýringarnar margræðari og mennirnir breyskari. Stundum viljum við þó þráast við og leita aftur til bernskunnar, þegar fyrirmyndirnar virtust óskeikular. Heimsmynd barnsins, þar sem foreldrar og kennarar eru óskoruð í valdi sínu og visku, er þægileg og fyrirhafnarlítil. Þetta kann að skýra uppgang svokallaðra „sterkra leiðtoga“ víða um heim nú um stundir, til dæmis í Rússlandi og Bandaríkjunum. Þar virðast margir tilbúnir til þess að hverfa aftur inn í hugarheim barnsins og treysta í blindni á að einhverjir aðrir ¬ eldri og reyndari ¬ séu þeir einu sem eru í stakk búnir að veita forystu og leiðsögn. Þetta er leiðin til ósigurs í þroskastríðinu. Leiðin til sigurs er að gera sér grein fyrir því að öryggið sem maður upplifði sem barn grundvallaðist á þeim sama þykjustuleik og við leikum gagnvart eigin börnum. Eldri kynslóðir voru ekkert sannfærðari um sinn eigin þroska en yngri kynslóðirnar eru nú. Enginn töframáttur fylgir því að eldast. Fyrr eða síðar kemur röðin að nýjum kynslóðum að taka völd og ábyrgð, þær eru orðnar fullorðnar og ekkert minna fullorðnar en kynslóðirnar á undan ¬ heldur bara öðruvísi fullorðnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Mín reynsla af því að verða fullorðinn er fyrst og fremst sú að mér finnst að það mætti alveg fara að koma að því. Í barnæsku virtist manni eins og allt fullorðið fólk byggi yfir einhverjum töframætti og að það hefði náð endastöð í þroskaferlinu. Þetta virtist mjög eftirsóknarvert. Börn telja sig vita að fullorðið fólk megi gera nákvæmlega það sem það vill og ekkert annað stjórni gerðum þess en viljinn. Fullorðinn einstaklingur sem reykir sígarettur gerir það af því að hann vill það. Hann má líka borða eins mikið nammi og honum dettur í hug – en fer aldrei yfir strikið, af því hann er svo þroskaður. Enginn getur sagt fullorðnu fólki fyrir verkum á meðan stöðugt er verið að ráðskast með og skipta sér af börnunum. Allt í kringum börnin eru fullorðnar fyrirmyndir. Kennarar, búðafólk, hárgreiðslufólk, íþróttamenn og pólitíkusar virka öll yfirþyrmandi fullorðin og þroskuð í augum barnanna. Og þessar fyrirmyndir verða að táknmynd þess hvernig það er að vera fullorðinn.Að þykjast vera fullorðinn Það er þess vegna ekki skrýtið að eitt af því fyrsta sem börn fara að hafa áhuga á þegar þau öðlast vitund um sig sjálf og umhverfi sitt er að verða stærri, eldri og fullorðnari ¬ fá að gera sjálf. Fyrir foreldrana er þetta ekki góð tilhugsun. Í fyrsta lagi er það vegna þess að uppvöxtur barnanna felur í sér staðfestingu á endalokum þeirra eigin æsku; og hins vegar vegna þess að foreldrarnir vonast til þess að ná sjálf sæmilegum þroska áður en börnin komast að því að allt þetta fullorðinstal er meira og minna leikaraskapur. Eftir því sem líður á barnæsku og unglingsárin þá verður smám saman til skilningur á því að lífið er flóknara en maður hélt. Fullorðið fólk er ákaflega mismikið fullorðið og innst inni lítum við ekkert öðruvísi á okkur þegar við erum fertug en þegar við vorum fjórtán ára. Eins og Steinn Steinarr lýsti í ljóðinu, þá erum við alltaf litla barnið sem leikur sér á ströndinni, en það er fólkið í kringum okkur sem breytist. En jafnvel þótt við finnum ekki mikið fyrir því að við fullorðnumst þá verður maður óhjákvæmilega var við að í kringum mann er sístækkandi hópur fólks sem er jafnvel ennþá minna þroskað en maður sjálfur ¬ meira og minna allir sem eru yngri.Þetta unga fólk nú til dags Smám saman fær maður á tilfinninguna að kennarar samtímans standist ekki samanburð við kennarana sem maður sjálfur leit upp til sem barn. Manni finnst meira og minna þetta vera einhverjir krakkar sem eru nú til dags látnir kenna börnunum. Og hvað þá stjórnmálamennirnir. Einu sinni fannst manni þeir búa yfir djúpum þroska og skilningi á öllum heimsins málum og voru táknmynd visku og yfirvegunar; og pössuðu best inn á myndir með leðurbundnum viskubókmenntum og blekbyttum í kringum sig. Núna eru þetta bara einhverjir tölvuleikjasjúkir unglingar sem sitja á þingi. Þegar foreldrar mínir voru að alast upp voru það Bítlarnir sem komu róti á ungviðið. Þegar ég var barn var hins vegar allt í einu orðið fullorðinslegt að hlusta á Bítlana. Fullorðið fólk spilaði bridge og félagsvist sér til dægradvalar ¬ og það var fullorðinslegt. Fyrir yngstu kynslóðirnar nú til dags þykir það eflaust frekar fullorðinslegt að spila vissa tölvuleiki en barnalegt að spila aðra ¬ og ellimerki að spila vist. Heimur versnandi fer, eru orð sem hafa hrotið af vörum mannanna svo lengi sem siðmenning af nokkru tagi hefur þrifist. Og alltaf hefur unga kynslóðin verið til vandræða og virst fullkomlega vanbúin til þess að takast á við alvöru lífsins. Þetta finnst mörgu sjötugu fólki um fimmtugt fólk, fimmtugu fólki um þrítugt fólk og þrítugu fólki um unglinga nútímans. En samt gengur þetta allt áfram og engin kynslóð hefur reynst svo gagnslaus þegar á reynir að siðmenningin hafi hrunið. Fólk og kynslóðir öðlast smám saman þroska til að taka ábyrgð á sínum eigin fjölskyldum og samfélaginu ¬ það er óbrigðult. En inntak þess að vera fullorðinn og þroskaður breytist vissulega með tíð og tíðaranda.Sigur í þroskastríðinu En eitt er þó ótvírætt merki um að verða fullorðinn. Það er skilningurinn á því að hlutirnir eru flóknari en þeir virðast í augum barns. Línurnar eru óskýrari, söguskýringarnar margræðari og mennirnir breyskari. Stundum viljum við þó þráast við og leita aftur til bernskunnar, þegar fyrirmyndirnar virtust óskeikular. Heimsmynd barnsins, þar sem foreldrar og kennarar eru óskoruð í valdi sínu og visku, er þægileg og fyrirhafnarlítil. Þetta kann að skýra uppgang svokallaðra „sterkra leiðtoga“ víða um heim nú um stundir, til dæmis í Rússlandi og Bandaríkjunum. Þar virðast margir tilbúnir til þess að hverfa aftur inn í hugarheim barnsins og treysta í blindni á að einhverjir aðrir ¬ eldri og reyndari ¬ séu þeir einu sem eru í stakk búnir að veita forystu og leiðsögn. Þetta er leiðin til ósigurs í þroskastríðinu. Leiðin til sigurs er að gera sér grein fyrir því að öryggið sem maður upplifði sem barn grundvallaðist á þeim sama þykjustuleik og við leikum gagnvart eigin börnum. Eldri kynslóðir voru ekkert sannfærðari um sinn eigin þroska en yngri kynslóðirnar eru nú. Enginn töframáttur fylgir því að eldast. Fyrr eða síðar kemur röðin að nýjum kynslóðum að taka völd og ábyrgð, þær eru orðnar fullorðnar og ekkert minna fullorðnar en kynslóðirnar á undan ¬ heldur bara öðruvísi fullorðnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun