Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2016 10:48 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær kaupsamning við RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasar Kormáks, sem mun kaupa fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Fyrirtækið hyggst reisa kvikmyndaver á Gufunesi og greiðir rúma 301 milljón fyrir fasteignirnar. RÚV greinir frá.Fasteignirnar fjórar eru samtals 8.391 fermetri að stærð og þar á meðal er meðal annars birgðageymsla og hráefnisgeymsla. RVK-studios greiðir einnig um tvær milljónir á ári vegna vilyrðis fyrir 19.200 fermetra svæði austan við byggingarnar.Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiMarkmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp en framleiðslufyrirtækið óskaði eftir því síðastliðið sumar að ganga til viðræða við Reykjavíkurborg um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Stefnt er að því að gera eiturefnarannsókn á jarðveginum á svæðinu. Bendi niðurstöður rannsóknarinnar til þess að jarðvegurinn teljist mengaður mun Reykjavíkurborg bera kostnaðinn af því að hreinsa hann en reynist jarðvegurinn of mengaður getur RVK-studios rift samningnum.Sjá einnig: Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndaversÍ samtali við Vísi fyrr á árinu ræddi Baltasar m.a. um fyrirhugað kvikmyndaver þar sem hann sagði að kvikmyndaverið væri skref í átt að því að fleiri kvikmyndaverkefni yrðu unnin á Íslandi. „Ég hef verið að ræða við borgaryfirvöld. Það er annað skref í því að við getum tekið meira upp hér á landi. Eins og með Víkingamyndina, sem menn eru kannski orðnir leiðir á að heyra mig tala um, en það stendur til að gera hana og Universal er með hana og hefur áhuga á að koma henni í gang sem fyrst,“ sagði Baltasar Kormákur. Kaupsamningurinn var samþykktur einróma í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær og er kaupverðið, líkt og áður sagði, um 301 milljón. Verður það greitt í tveimur greiðslum, sú fyrri við afhendingu eignanna í byrjun ágúst en sú seinni fyrir 1. febrúar á næsta ári.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Um 200 störf gætu skapast í kringum kvikmyndaverið að sögn Dags B. Eggertssonar. 19. nóvember 2015 14:56