Bræðurnir Óðinn Styrkár og Sævar Stormur Þórhallsynir fluttu nýlega til Mílanó á Ítalíu ásamt foreldrum sínum og litlu systur. Þeir kunna vel við ítalska lífið en sakna helst að fá SS-pylsur og auðvitað vina sinna á Íslandi.
Nafn og aldur? Óðinn Styrkár Þórhallsson verður 8 ára í ágúst. Sævar Stormur Þórhallsson er 5 ára.
Hvernig var að flytja til útlanda?
Ó: Pínu öðruvísi því við gátum ekki strax talað tungumálið.
S: Gaman.
Voruð þið fljótir að læra ítölsku?
Ó: Já, það tók svona tvo mánuði, núna skil ég allt.
S: Í leikskólanum mínum tala kennararnir ítölsku og ensku.
Hvernig finnst ykkur að búa á Ítalíu?
Ó: Eiginlega mjög gaman.
S: Stundum gaman, stundum ekki gaman. Stundum skil ég ekki alveg allt – en oftast.
Hvað er skemmtilegast?
Ó: Veðrið er gott og flestur matur er mjög góður og ísinn líka.
S: Rólóarnir eru mjög skemmtilegir og ég fæ mjög oft gelato.
Saknið þið Íslands?
Ó: Jáááá stundum, ég sakna Matthildar og íslensku vina minna. En samt á ég fullt af ítölskum vinum líka. Og ég sakna líka SS pulsanna.
S: Já, ég sakna Viktors og vina minna. Besti vinur minn á leikskólanum á Ítalíu heitir Joseph. Ég sakna líka Seltjarnarness stundum.
Hvað ætlið þið að gera í sumar?
Ó: Fara til Íslands í júlí í smá heimsókn með pabba, og þegar við erum komnir aftur til Mílanó förum við í ferðalag um Ítalíu, þar verður hús með sundlaug. Þá verður mamma í fríi í skólanum.
S: Það er búið að vera sumar svolítið lengi hér, ég ætla samt líka til Íslands og fara í Neslaugina og borða SS pulsur.
