Viðskipti erlent

Skattyfirvöld í Frakklandi gera húsleit hjá Google

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vísir/AFP
Skattyfirvöld í París framkvæmdu heljarinnar leit á skrifstofum Google í morgun. Um 100 rannsóknarmenn skattyfirvalda og fimm yfirmenn ruddust inn á skrifstofur fyrirtækisins klukkan fimm í morgun til þess sækja bókhald og önnur gögn.

Samkvæmt heimildum franska blaðsins Les Echos greinir frá því að í fyrra hafi verið opnuð rannsókn á fyrirtækinu í Frakklandi sem varðar peningaþvott og fjármálasvik.

Google sendi í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þar sem fullyrt var að yfirmenn ætluðu sér að vinna með skattyfirvöldum í landinu til þess að leiða þetta mál til lykta. Þar er einnig fullyrt að fyrirtækið hafi alla tíð fylgt skattalöggjöfinni.

The Guardian fjallar ítarlega um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×