Hótar að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum fái Rússar að vera með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 12:00 Sayers gæti fengið bronsverðlaun frá ÓL 2008 átta árum síðar. vísir/getty Enski spjótkastarinn Goldie Sayers segist hafa íhugað að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fái Rússar að taka þátt á leikunum. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu. „Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að ég myndi ekki vilja keppa í Ríó ef Rússar verða með,“ sagði Sayers sem glímdi við meiðsli á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. „En ef þeim er heimiluð þátttaka og ég myndi ekki taka þátt væri ég að svíkja sjálfa mig um annað tækifæri á Ólympíuleikum,“ bætti hin 33 ára gamla Sayers við.Maria Abakumova er einn þeirra 14 rússnesku íþróttamanna sem hafa verið nafngreindir í tengslum við lyfjamisferli á ÓL í Peking 2008.vísir/gettyHún endaði í 4. sæti í spjótkastkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en svo gæti farið að hún fengi bronsverðlaunin átta árum seinna. Hin rússneska Maria Abakumova, sem vann til silfurverðlauna, var ein af þeim 14 íþróttamönnum frá Rússlandi sem notuðu ólögleg lyf í Peking. Þetta kom í ljós eftir að sýni frá Ólympíuleikunum 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni. Rússneska sjónvarpsstöðin Match birti nöfn þessara 14 óhreinu Rússa en alþjóðaólympíunefndin ætlar að bíða með að opinbera þau þangað til próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks hefur verið framkvæmt. Ef Abakumova verður svipt silfurverðlaunum falla þau í skaut hinnar þýsku Christinu Obergföll sem endaði í 3. sæti. Sayers myndi svo færast upp í hennar sæti og fá bronsverðlaunin. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sjá meira
Enski spjótkastarinn Goldie Sayers segist hafa íhugað að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fái Rússar að taka þátt á leikunum. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu. „Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að ég myndi ekki vilja keppa í Ríó ef Rússar verða með,“ sagði Sayers sem glímdi við meiðsli á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. „En ef þeim er heimiluð þátttaka og ég myndi ekki taka þátt væri ég að svíkja sjálfa mig um annað tækifæri á Ólympíuleikum,“ bætti hin 33 ára gamla Sayers við.Maria Abakumova er einn þeirra 14 rússnesku íþróttamanna sem hafa verið nafngreindir í tengslum við lyfjamisferli á ÓL í Peking 2008.vísir/gettyHún endaði í 4. sæti í spjótkastkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en svo gæti farið að hún fengi bronsverðlaunin átta árum seinna. Hin rússneska Maria Abakumova, sem vann til silfurverðlauna, var ein af þeim 14 íþróttamönnum frá Rússlandi sem notuðu ólögleg lyf í Peking. Þetta kom í ljós eftir að sýni frá Ólympíuleikunum 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni. Rússneska sjónvarpsstöðin Match birti nöfn þessara 14 óhreinu Rússa en alþjóðaólympíunefndin ætlar að bíða með að opinbera þau þangað til próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks hefur verið framkvæmt. Ef Abakumova verður svipt silfurverðlaunum falla þau í skaut hinnar þýsku Christinu Obergföll sem endaði í 3. sæti. Sayers myndi svo færast upp í hennar sæti og fá bronsverðlaunin.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sjá meira