Gert ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á Keflavíkurflugvelli Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. maí 2016 11:15 Gera má ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á meðan komist er fyrir þær tafir sem urðu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra í nótt. Vísir/Anton Brink Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15
Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27