Bró-mance í nýju myndbandi Retro Stefson Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. maí 2016 11:35 Nýtt myndband Retro Stefson við lagið „Skin“ er það fyrsta sem sveitin sleppir frá sér í nær fjögur ár. Ekki nóg með það, heldur markar myndbandið endurkomu söngvarans Haraldar Ara Stefánssonar sem hefur verið mis virkur liðsmaður sveitarinnar frá því að hann fluttist til Bretlands til þess að sinna leiklistargyðjunni en hann var þar í námi. Haraldur mun koma fram með sveitinni á flestum áætluðum tónleikum hennar í sumar. Myndbandið skartar söngvörunum Haraldi og Unnsteini Manúel Stefánsson í aðalhlutverkum en kærleikur þeirra til hvors annars hreinlega lekur af skjánum. Myndbandið sýnir þá félaga dansa og hanga, innandyra og utan á Eyrabakka. Þetta gæti líklegast verið eitt fallegasta „bró-manns“ vídjó íslenskrar tónlistarsögu. „Þetta er dálítið eins og trailer af einhverri feel-good mynd,“ segir Unnsteinn Manúel. „Þegar við komum fyrst til Íslands ég og Logi bróðir, þá vorum við í sumarbústað á Eyrarbakka í sumarfrí. Þannig að við eigum góðar minningar þaðan.“ Magnús Leifsson leikstýrði myndbandinu en ítarlegt viðtal við hann um gerð þess má lesa í dag í Fréttablaðinu.Listamaðurinn Ragnar Kjartansson fór víða með verk sitt Scandinavian Pain.VísirTitill nýju plötunnar eftir verki Ragnars KjartanssonarLagið Skin er það fyrsta sem sveitin sleppur lausu af væntanlegri plötu sem kemur til með að heita Scandinavian Pain eftir listaverki sem Ragnar Kjartansson gerði. „Platan er búin að vera lengi á leiðinni. Fyrir utan hvað þessi titill hljómar fallega þá tengjum við hugmyndafræðina við verkið hans Ragga. Að vera skandinavískir listamenn sem geta margir ekki gefið neitt frá sér nema að þurfa að ganga í gegnum smá erfiðleika fyrst.“ Scandinavian Pain verður sjö til átta laga og mun hugsanlega koma út í takmörkuðu upplagi hvað áþreifanleg eintök varðar. Bæði á vínyl og á geisladisk. Sveitin er ekki lengur á samning hjá plötuútgáfunni Record Records og ætlar að sjá um sín útgáfumál sjálf. Ekki hefur verið frágengið hvernig að því verður staðið en líklegast verða framleitt eintök eftir pöntunum, hvort sem það verður fjármagnað í gegnum fjársöfnun á netinu eða með öðrum hætti. Unnsteinn segir það ekki áhersluatriði að gefa út plötuna í áþreifanlegu formi heldur frekar á netinu. Hann segir að það sé þó mikilvægt að finna leið til þess að fólk geti hlustað á plötuna í bílunum sínum. Ef það var einhver tregi eða erfiðleikar tengdir fæðingu lagsins Skin, þá er það svo sannarlega ekki að heyra á laginu, sem er afar dansvænt og hressandi. Tónlist Tengdar fréttir „Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Magnús Leifsson hefur verið að leikstýra hverju verðlaunamyndbandinu á fætur öðru síðustu fjögur árin. 27. maí 2016 11:15 Gera í fyrsta sinn tónlist fyrir mynd í fullri lengd Bræðurnir og tónlistarmennirnir Logi Pedro Stefánsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson eru að vinna tónlistina við heimildarmyndina Jökullinn logar og er þetta í fyrsta sinn sem þeir semja tónlist fyrir mynd í fullri lengd. 10. maí 2016 09:00 Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nýtt myndband Retro Stefson við lagið „Skin“ er það fyrsta sem sveitin sleppir frá sér í nær fjögur ár. Ekki nóg með það, heldur markar myndbandið endurkomu söngvarans Haraldar Ara Stefánssonar sem hefur verið mis virkur liðsmaður sveitarinnar frá því að hann fluttist til Bretlands til þess að sinna leiklistargyðjunni en hann var þar í námi. Haraldur mun koma fram með sveitinni á flestum áætluðum tónleikum hennar í sumar. Myndbandið skartar söngvörunum Haraldi og Unnsteini Manúel Stefánsson í aðalhlutverkum en kærleikur þeirra til hvors annars hreinlega lekur af skjánum. Myndbandið sýnir þá félaga dansa og hanga, innandyra og utan á Eyrabakka. Þetta gæti líklegast verið eitt fallegasta „bró-manns“ vídjó íslenskrar tónlistarsögu. „Þetta er dálítið eins og trailer af einhverri feel-good mynd,“ segir Unnsteinn Manúel. „Þegar við komum fyrst til Íslands ég og Logi bróðir, þá vorum við í sumarbústað á Eyrarbakka í sumarfrí. Þannig að við eigum góðar minningar þaðan.“ Magnús Leifsson leikstýrði myndbandinu en ítarlegt viðtal við hann um gerð þess má lesa í dag í Fréttablaðinu.Listamaðurinn Ragnar Kjartansson fór víða með verk sitt Scandinavian Pain.VísirTitill nýju plötunnar eftir verki Ragnars KjartanssonarLagið Skin er það fyrsta sem sveitin sleppur lausu af væntanlegri plötu sem kemur til með að heita Scandinavian Pain eftir listaverki sem Ragnar Kjartansson gerði. „Platan er búin að vera lengi á leiðinni. Fyrir utan hvað þessi titill hljómar fallega þá tengjum við hugmyndafræðina við verkið hans Ragga. Að vera skandinavískir listamenn sem geta margir ekki gefið neitt frá sér nema að þurfa að ganga í gegnum smá erfiðleika fyrst.“ Scandinavian Pain verður sjö til átta laga og mun hugsanlega koma út í takmörkuðu upplagi hvað áþreifanleg eintök varðar. Bæði á vínyl og á geisladisk. Sveitin er ekki lengur á samning hjá plötuútgáfunni Record Records og ætlar að sjá um sín útgáfumál sjálf. Ekki hefur verið frágengið hvernig að því verður staðið en líklegast verða framleitt eintök eftir pöntunum, hvort sem það verður fjármagnað í gegnum fjársöfnun á netinu eða með öðrum hætti. Unnsteinn segir það ekki áhersluatriði að gefa út plötuna í áþreifanlegu formi heldur frekar á netinu. Hann segir að það sé þó mikilvægt að finna leið til þess að fólk geti hlustað á plötuna í bílunum sínum. Ef það var einhver tregi eða erfiðleikar tengdir fæðingu lagsins Skin, þá er það svo sannarlega ekki að heyra á laginu, sem er afar dansvænt og hressandi.
Tónlist Tengdar fréttir „Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Magnús Leifsson hefur verið að leikstýra hverju verðlaunamyndbandinu á fætur öðru síðustu fjögur árin. 27. maí 2016 11:15 Gera í fyrsta sinn tónlist fyrir mynd í fullri lengd Bræðurnir og tónlistarmennirnir Logi Pedro Stefánsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson eru að vinna tónlistina við heimildarmyndina Jökullinn logar og er þetta í fyrsta sinn sem þeir semja tónlist fyrir mynd í fullri lengd. 10. maí 2016 09:00 Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Magnús Leifsson hefur verið að leikstýra hverju verðlaunamyndbandinu á fætur öðru síðustu fjögur árin. 27. maí 2016 11:15
Gera í fyrsta sinn tónlist fyrir mynd í fullri lengd Bræðurnir og tónlistarmennirnir Logi Pedro Stefánsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson eru að vinna tónlistina við heimildarmyndina Jökullinn logar og er þetta í fyrsta sinn sem þeir semja tónlist fyrir mynd í fullri lengd. 10. maí 2016 09:00
Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00