NBA: Klay Thompson til bjargar meisturum Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 09:40 Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira