NBA: Klay Thompson til bjargar meisturum Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 09:40 Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn. NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Golden State Warriors er enn á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og gott betur en það eftir annan sigurinn í röð á móti liði Oklahoma City Thunder í nótt. Golden State vann leikinn 108-101 eftir flottan endasprett. Staðan var 3-1 fyrir OKC en er nú 3-3. Með sigrinum tryggðu leikmenn Golden State Warriors sér úrslitaleik á heimavelli á mánudagskvöldið þar sem í boði er sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Klay Thompson kom Golden State Warriors til bjargar í nótt og setti nýtt met í úrslitakeppni NBA með því að skora ellefu þriggja stiga körfur í leiknum. Klay Thompson endaði leikinn með 41 stig en gamla metið voru níu þriggja stiga körfur. Leikurinn var frábær skemmtun og þegar orðinn klassískur í sögu úrslitakeppninnar. Mörg skotanna sem stórskyttur Golden State settu niður í lokin voru af ótrúlegri gerðinni og það var ljóst að NBA-meistararnir ætluðu ekki að láta Oklahoma City Thunder spilla fyrir sér draumatímabilinu.Klay Thompson hreinlega skaut liði Golden State Warriors aftur inn í leikinn í seinni hálfleik með magnaðri skotsýningu og skvettubróðir hans Stephen Curry hjálpaði síðan við það að afgreiða leikinn með því að skora mikilvægar körfur undir lokin. Stephen Curry skoraði 31 stig þannig að hann og Klay Thompson voru saman með 72 stig í nótt. Curry bætti síðan við 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. "Við höfum mikla trú og stórt hjarta og nú höfum við gefið okkur tækifæri til að vinna þetta einvígi," sagði Stephen Curry. Klay Thompson skoraði alls 19 stig í fjórða leikhlutanum en hann virtist þá setja niður þrista úr ótrúlegustu aðstæðum. "Steph sagði mér áður en við fórum út í fjórða leikhlutann: Þetta er þinn tími. Hann sagði mér að setja upp sýningu og hafa gaman. Ég hlustaði á þessu orð og reyndi að vera sókndjarfur," sagði Thompson eftir leikinn.Oklahoma City Thunder fór illa með lið Golden State Warriors á heimavelli sínum í leikjum þrjú og fjögur og var lengi vel í fínum málum í leiknum í nótt. Kevin Durant (29 stig) og Russell Westbrook (28 stig) voru að skora sín stig en hittu þó ekki nógu vel og Durant nýtti meðal annars bara 10 af 31 skoti sínum. Thunder-liðið var 83-75 yfir fyrir lokaleikhlutann og 96-89 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Tveir þristar frá Stephen Curry jöfnuðu leikinn í 99-99 og leikur Oklahoma City Thunder hrundi síðan eftir að Golden State komst yfir á lokamínútunum. Á síðustu fimm mínútunum missti OKC niður sjö stiga forskot þar sem liðið tapaði sex boltum og tapaði lokakaflanum 19-5. Westbrook, sem var með 11 stoðsendingar og 1 tapaðan bolta í fyrstu þremur leikhlutanum var með enga stoðsendingu og fjóra tapaða bolta í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors verður á heimavelli í oddaleiknum sem verður á mánudaginn og í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn kemst í lokaúrslitin á móti Cleveland Cavaliers sem hefjast síðan á fimmtudaginn.
NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira