Körfubolti

Curry bestur í NBA annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty
Niðurstöður kjörsins yfir mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar í körfubolta hafa nú lekið í bandaríska fjölmiðlar sem hafa heimildir fyrir því að Stephen Curry hafi verið valinn bestur annað árið í röð.

Stephen Curry var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur og aðalmaðurinn í liði Golden State Warriors sem setti nýtt met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili.

Það kemur því engum á óvart að hann hafi verið valinn bestur og meiri spennan er hvort að hann fái fullt hús sem mönnum þykir allt eins líklegt. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en NBA tilkynnir formlega um niðurstöður kjörsins en að því standa fjölmiðlamenn sem vinna við að fjalla um NBA.

 

Stephen Curry endaði tímabilið með 30,1 stig í leik og rústaði sínu eigin met yfir flestar þriggja stiga körfur frá árinu á undan. Curry skoraði alls 402 þrista en hann varð í vetur sá fyrsti til að skorað 300 þriggja stiga körfur á einu NBA-tímabili.

Curry skoraði ekki bara því hann var einnig með 6,7 stoðsendingar og 5,4 fráköst að meðaltali í leik og var efstur í deildinni í stolnum boltum með 2,1 að meðaltali í leik. Hann spilaði líka undir 35 mínútur í leik og hitti frábærlega úr öllum skotum (50 prósent) og vítum (90,8 prósent).

Stephen Curry var kosinn bestur í fyrra en þá skoraði hann þó 6,3 stigum minna en í ár og hitti einnig verr utan af velli, tók færri fráköst og stal færri boltum. Hann sá sem hefur bætt sig mest á næsta ári eftir að hafa verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×