Körfubolti

Wade bað Kanadabúa afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dwyane Wade.
Dwyane Wade. vísir/getty
Körfuboltamaðurinn Dwyane Wade kom í veg fyrir milliríkjadeilu í nótt er hann bað alla Kanadabúa afsökunar.

Ástæðan fyrir afsökunarbeiðninni er sú að hann móðgaði Kanadabúa með því að sýna þjóðsöngi Kandabúa ekki tilhlýðilega virðingu fyrir leik liðs hans, Miami Heat, gegn Toronto Raptors um nýliðna helgi.

Er þjóðsöngur Kanada var leikinn hélt Wade áfram að hita upp. Einn allra leikmanna. Fyrir leik liðanna í Kanada í nótt var Wade fyrstur að stilla sér upp í þjóðsönginn.

„Ég ætlaði ekki að vera með neina vanvirðingu í garð Kanada. Ég bið Kanadabúa afsökunar en þetta var ekki viljandi. Ég aðlagaði mína upphitun í dag svo þetta kæmi ekki fyrir aftur,“ sagði Wade eftir leik liðanna í nótt.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Toronto Raptors sem og Kanada.“

Þessu máli er vonandi lokið núna.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×