Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2016 08:28 Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00
Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00