„Kerfi blekkinga er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 23:38 Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað. Panama-skjölin Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
„Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað.
Panama-skjölin Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira