NBA: Golden State komið áfram í úrslit Vesturdeildarinnar | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira