Leiðrétting á rangfærslum Jóhannes Stefánsson skrifar 13. maí 2016 00:00 Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun