
Marco Rubio, sem fyrir ekki svo löngu síðan dró sig úr kapphlaupi Repúblíkana um Hvíta húsið, spurði Baker hvað honum þætti um hugmyndir manna sem mæla með því að draga úr samstarfi Atlantshafsbandalagsins eða að auka við vopnaflóru Japan og Suður-Kóreu.
„Sumir hafa stungið upp á því að láta Japan og Suður-Kóreu einfaldlega hafa kjarnorkuvopn þannig þau geti varið sig sjálf,“ sagði Rubio. Trump var ekki nefndur sérstaklega í spurningunni en engum duldist um hvern var átt.
„Við glímum við fjöldamörg vandamál í dag en þau myndu margfaldast ef lagt yrði í þá vegferð,“ sagði Baker. „Eftir því sem fleiri þjóðir eignar kjarnorkuvopn, þeim mun varhugaverðari verður veröldin.“