Á leið til Brighton að tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavík Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 15:28 Björn er hæst ánægður með tónlistarlífið í Reykjavík. Vísir Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo. Airwaves Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo.
Airwaves Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira