Er þetta í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2016 18:00 Werdum með sitt fræga "trollface“ Vísir/Getty Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena
Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira