David Bowie átti að fara með hlutverk í nýju Twin Peaks þáttunum Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 12:23 Til stóð að Bowie sneri aftur sem alríkislögreglumaðurinn Phillip Jeffries. Vísir/Getty Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci. Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci.
Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbílinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38
MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30