Forystumenn fylkinga í Brexit kosningunum að fara á taugum Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2016 19:45 Hnífjafnt er milli fylkinga í Bretlandi sem ýmist vilja að Bretar segi sig úr Evrópubandalaginu eða haldi aðildinni áfram. Fyrrverandi borgarstjóri í Lundúnum segir markmið Evrópusambandsins þau sömu og þýskra nasista á sínum tíma. Bandamenn með Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands í broddi fylkingar unnu frækinn sigur í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði miklar blóðfórnir. En eitt meginmarkmiðið með stofnun forvera Evrópusambandsins var að tryggja frið í Evrópu til frambúðar. Það er greinilega farið að hitna í kolunum í baráttu fylkinga fyrir Brexit kosningarnar sem fram fara í Bretlandi hinn 23. júní eða eftir tæpar sex vikur. Í viðtali við The Telegraph í dag segir Boris Johnson fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, þingmaður Íhaldsflokksins og leiðtogi þeirra sem berjast fyrir útgöngu Breta; að þótt skriffinnarnir í Brussel beiti öðrum aðferðum en Hitler þá stefni þeir að sama markmiði um að steypa alla Evrópu undir eitt vald. „Ég segi við ykkur að ef við greiðum atkvæði með útgöngu hinn 23. júní og tökum aftur yfir stjórn landsins, lýðræðis okkar og efnahags. Þá getum við hagnast, þrifist og blómgast eins og aldrei fyrr,“ segir Johnson. Kannanir sýna að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar og því má búast við aukinni hörku í málflutningi talsmanna fylkinganna á næstu vikum. Þau átök endurspeglast helst innan Íhaldsflokksins sem er þverklofinn í málinu með David Cameron í forystu þeirra sem vilja halda sambandinu áfram og Johnson í forystu þeirra sem vilja úrsögn. Innan annarra stjórnmálaflokka er mikill meirihluti fyrir áframhaldandi aðild ef frá er talinn smáflokkurinn sjálfstæðisflokkur Bretlands. Eitt af því sem tekist er á um er hvaða efnahagslegu áhrif það hefði á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið. Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir að áhrifin verði töluverð. „Ég held að það sé almennt viðurkennt, jafnvel af þeim sem vilja úrsögn, að áhrifin á efnahagslífið yrðu mjög neikvæð í byrjun,“ segir Boulton. Undir það taki líka stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Englands sem segi vöxt efnahagslífsins strax geta dregist saman um tæpt prósent. Á tímum þegar vöxturinn sé þegar mjög lítill. Þeir sem vilji yfirgefa sambandið verði hins vegar að telja almenningi trú um að brottför fæli í sér bjartari tíma. En þær fullyrðingar séu kennisetningin ein. „Og það hjálpar ekki til að sumir þeirra sem berjast fyrir úrsögn, sérstaklega á væng Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) innan úrsagnarhreyfingarinnar, segja einfaldlega að ef úrsögn geri Breta fátækari sé það bara betra. Vegna þess að þjóðin fái sjálfdæmi sitt til baka, þjóðarstoltið og það yrði þess virði að greiða það gjald. Það yrðu kostakaup. Rannsóknir sýna hins vegar að þannig horfa flestir ekki á þessa baráttu. Efnahagslegt öryggi er lykilatriði og það er það sem aðildar sinnar leggja áherslu á,“ segir Adam Boulton. Brexit Tengdar fréttir Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43 Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20 Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37 Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Hnífjafnt er milli fylkinga í Bretlandi sem ýmist vilja að Bretar segi sig úr Evrópubandalaginu eða haldi aðildinni áfram. Fyrrverandi borgarstjóri í Lundúnum segir markmið Evrópusambandsins þau sömu og þýskra nasista á sínum tíma. Bandamenn með Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands í broddi fylkingar unnu frækinn sigur í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði miklar blóðfórnir. En eitt meginmarkmiðið með stofnun forvera Evrópusambandsins var að tryggja frið í Evrópu til frambúðar. Það er greinilega farið að hitna í kolunum í baráttu fylkinga fyrir Brexit kosningarnar sem fram fara í Bretlandi hinn 23. júní eða eftir tæpar sex vikur. Í viðtali við The Telegraph í dag segir Boris Johnson fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, þingmaður Íhaldsflokksins og leiðtogi þeirra sem berjast fyrir útgöngu Breta; að þótt skriffinnarnir í Brussel beiti öðrum aðferðum en Hitler þá stefni þeir að sama markmiði um að steypa alla Evrópu undir eitt vald. „Ég segi við ykkur að ef við greiðum atkvæði með útgöngu hinn 23. júní og tökum aftur yfir stjórn landsins, lýðræðis okkar og efnahags. Þá getum við hagnast, þrifist og blómgast eins og aldrei fyrr,“ segir Johnson. Kannanir sýna að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar og því má búast við aukinni hörku í málflutningi talsmanna fylkinganna á næstu vikum. Þau átök endurspeglast helst innan Íhaldsflokksins sem er þverklofinn í málinu með David Cameron í forystu þeirra sem vilja halda sambandinu áfram og Johnson í forystu þeirra sem vilja úrsögn. Innan annarra stjórnmálaflokka er mikill meirihluti fyrir áframhaldandi aðild ef frá er talinn smáflokkurinn sjálfstæðisflokkur Bretlands. Eitt af því sem tekist er á um er hvaða efnahagslegu áhrif það hefði á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið. Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir að áhrifin verði töluverð. „Ég held að það sé almennt viðurkennt, jafnvel af þeim sem vilja úrsögn, að áhrifin á efnahagslífið yrðu mjög neikvæð í byrjun,“ segir Boulton. Undir það taki líka stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Englands sem segi vöxt efnahagslífsins strax geta dregist saman um tæpt prósent. Á tímum þegar vöxturinn sé þegar mjög lítill. Þeir sem vilji yfirgefa sambandið verði hins vegar að telja almenningi trú um að brottför fæli í sér bjartari tíma. En þær fullyrðingar séu kennisetningin ein. „Og það hjálpar ekki til að sumir þeirra sem berjast fyrir úrsögn, sérstaklega á væng Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) innan úrsagnarhreyfingarinnar, segja einfaldlega að ef úrsögn geri Breta fátækari sé það bara betra. Vegna þess að þjóðin fái sjálfdæmi sitt til baka, þjóðarstoltið og það yrði þess virði að greiða það gjald. Það yrðu kostakaup. Rannsóknir sýna hins vegar að þannig horfa flestir ekki á þessa baráttu. Efnahagslegt öryggi er lykilatriði og það er það sem aðildar sinnar leggja áherslu á,“ segir Adam Boulton.
Brexit Tengdar fréttir Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43 Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20 Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37 Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43
Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20
Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37
Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00