Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2016 16:05 Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva Fyrirtaka var í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem ákveðið var hvenær aðalmeðferð málsins skuli fara fram. Mun aðalmeðferðin hefjast þann 19. október næstkomandi og standa í sjö til átta daga. Upphaflega átti aðalmeðferðin að fara fram í apríl síðastliðnum en var frestað þar sem þrír sakborningar fóru fram á það að matsmenn yrðu fengnir til að leggja mat á virði Aurum á þeim tíma sem meint brot áttu sér stað. Þeirri kröfu var hafnað af Hæstarétti en áður hafði rétturinn fallist á það að ákæruvaldið fengi að leiða fyrir dóminn sem vitni matsmenn sem lögðu mat á virði Aurum í einkamáli. Á meðal þeirra er Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags-og viðskiptaráðherra. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Ákæra var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47 Aurum-málið: Hafnaði kröfu ákærðu um dómkvadda matsmenn Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. 2. maí 2016 12:46 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Fyrirtaka var í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem ákveðið var hvenær aðalmeðferð málsins skuli fara fram. Mun aðalmeðferðin hefjast þann 19. október næstkomandi og standa í sjö til átta daga. Upphaflega átti aðalmeðferðin að fara fram í apríl síðastliðnum en var frestað þar sem þrír sakborningar fóru fram á það að matsmenn yrðu fengnir til að leggja mat á virði Aurum á þeim tíma sem meint brot áttu sér stað. Þeirri kröfu var hafnað af Hæstarétti en áður hafði rétturinn fallist á það að ákæruvaldið fengi að leiða fyrir dóminn sem vitni matsmenn sem lögðu mat á virði Aurum í einkamáli. Á meðal þeirra er Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags-og viðskiptaráðherra. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Ákæra var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47 Aurum-málið: Hafnaði kröfu ákærðu um dómkvadda matsmenn Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. 2. maí 2016 12:46 Mest lesið Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47
Aurum-málið: Hafnaði kröfu ákærðu um dómkvadda matsmenn Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli. 2. maí 2016 12:46