Áhorfendur bauluðu eftir sýningu á nýjustu mynd Kristen Stewart í Cannes Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 16:50 Leikstjórinn Olivier Assayas ásamt Kristen Stewart. Vísir/EPA Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes. Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Áhorfendur bauluðu eftir að sýningu á kvikmyndinni Personal Shopper lauk á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk myndarinnar fer leikkonan Kristen Stewart. Myndin er í grunninn draugasaga sem gerist í undirheimum tískuheimsins í París. Saman eiga þau að baki myndina Clouds of Sils Maria sem kom út fyrir tveimur árum. Flestir eru þeirrar skoðunar að áhorfendur hafi baulað við lok sýningar á Personal Shopper vegna endaloka myndarinnar. Eru þau sögð frekar opin þar sem myndin á skjánum dofnar einfaldlega út. „Þetta gerist stundum að áhorfendur skilja hreinlega ekki endinn. Hann er hins vegar alveg skýr í mínum huga,“ sagði Assayas á blaðamannafundi í Cannes í dag þar sem bæði hann og Stewart báru sig vel. „Þegar þú kemur til Cannes ertu búinn undir hvað sem er. Maður fer bara með straumnum,“ sagði Assayas og bætti Stewart við hlæjandi: „Til að hafa það á hreinu, þá bauluðu ekki allir.“Á vef Vulture er tekið fram að áhorfendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes geti verið ansi grimmir og hlífi engum. Leikstjórinn Gus Van Sant hlaut eitt sinn aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann, fyrir myndina Elephant en baulað var við lok sýningar á mynd hans Sea of Trees á hátíðinni í fyrra. Franski leikstjórinn Michael Hazanavicius hlaut Óskarinn fyrir myndina The Artist en þegar hann mætti með myndina The Search á Cannes ári síðar var baulað á hann. Tveimur árum eftir að danski leikstjórinn Nicolast Winding Refn hlaut leikstjóraverðlaunin á Cannes fyrir myndina Drive var baulað á hann fyrir myndina Only God Forgives. Svo mikil óánægja var með myndina að gerð var heimildarmynd um ringulreiðina sem fylgdi frumsýningu myndarinnar á Cannes.
Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03