Hjálpum Sýrlendingum að vera heima hjá sér Hildur Þórðardóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum daglega heyrum við átakanlegar sögur af hrakningum sýrlenskra flóttamanna sem hvergi fá inni. En ef Frakkar, Bandaríkjamenn og Rússar hefðu ekki blandað sér í stríðið í Sýrlandi væri það líklega löngu búið. Þá væru ekki átta milljónir manna á flótta um Evrópu. Þegar styrjöldin geisaði í Rúanda vildi alþjóðasamfélagið ekki skipta sér af, því þetta var skilgreint sem borgarastyrjöld. Tveir ættbálkar tókust á og gripu menn það sem var hendi næst; sveðjur, búrhnífa og axir. Í Rúanda voru því engin utanaðkomandi flugskeyti sem eyðilögðu íbúðarhús og önnur mannvirki. Eftir tæplega þriggja ára bardaga þar sem 800 þúsund manns höfðu slátrað hver öðrum, sáu menn loksins tilgangsleysið með þessu, ákváðu að fyrirgefa hver öðrum og byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi í landinu. Í Sýrlandi geisar enn „borgarastyrjöld“ fimm árum eftir að hún hófst. Hálf milljón manns er talin af og tæplega átta milljónir eru á flótta. En í Sýrlandi vildu Vesturlönd endilega leggja uppreisnarmönnum lið og þá vildu Rússar styðja forsetann. Nú er búið að leggja heilu borgirnar í rúst með flugskeytum og eyðileggja heimili átta milljóna saklausra borgara svo það verður meiriháttar mál að byggja landið upp aftur. En þessi lönd gátu ekki sleppt því að skipta sér af. Það er nefnilega olía og gas í Sýrlandi. Fyrir hverja sprengju sem Vesturlönd varpa á Sýrland og í Austurlöndum nær, magnast herskáir múslimar, því í þeirra augum er þetta menningarstríð. Þeir eru í raun að mótmæla afskiptum annarra ríkja af þeirra málum. Af hverju mega þeir ekki eiga sínar auðlindir í friði og byggja upp landið sitt án afskipta annarra? Umbætur og byltingar verða að koma innan frá. Fólkið sjálft verður að rísa upp gegn einræðisherrum og víkja þeim frá völdum. Fólkið sjálft verður að vilja umbreytingarnar og finna sjálft hvernig kerfi það vill hafa. Vesturlönd geta ekki ráðist inn í lönd undir því yfirskini að bola einræðisherra frá völdum og koma á lýðræði. Sérstaklega þegar raunveruleg ástæða er sú að viðkomandi einræðisherra vill ekki lengur selja olíu og gas á spottprís. Það eina sem afskipti Vesturlanda gera er að halda þjóðum á steinaldarstigi með því að eyðileggja þá uppbyggingu sem löndin hafa sjálf staðið fyrir.Herská og gráðug Vesturlönd eru vandamálið Allir sem hafa kynnt sér málið vita hvar hundurinn liggur grafinn. Herskáir múslimar eru ekki vandamálið í Sýrlandi. Það eru herská og gráðug Vesturlönd sem eru vandamálið. Ef Vesturlönd hefðu ekki skipt sér af í Afganistan, Írak og víðar hefðu herskáir múslimar ekki streymt til Evrópu og tekið yfir úthverfi Marseilles eða miðbæ Malmö. Þá væru kannski engir herskáir múslimar til, heldur einungis hófsamir múslimar sem leggja áherslu á menntun og velferð fólksins. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki framleiðir vopn eða hefur fjárhagslega hagsmuni af vopnaframleiðslu. Þess vegna er Ísland eina landið í Evrópu sem gæti talað fyrir friði án þess að hljóma falskt. Bandaríkjamenn, Rússar, Kínverjar, Frakkar og Þjóðverjar eru fimm stærstu vopnaframleiðendur í heimi. Það er þeirra hagur að stríð geisi sem víðast og sem lengst. Hjálpum frekar Sýrlendingum að vera heima hjá sér. Beitum okkur fyrir lausnum og friði á svæðinu. Ef forseti vor er í svo góðu sambandi við Frakklandsforseta og Rússlandsforseta, af hverju hringir hann ekki í þá og segir þeim að hætta afskiptum í Sýrlandi? Af hverju eru forsetinn og utanríkisráðherra ekki að beita sér fyrir friði á svæðinu? Hafa þeir kannski einhverja hagsmuni af stríðinu? Maður spyr sig.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun