Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar