Atvinnukreppunni að ljúka á evrusvæðinu Sæunn Gísladóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Atvinnuleysi á evrusvæðinu mælist 10,2 prósent. Vísir/EPA Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 10,2 prósent í lok mars. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir að atvinnuleysi muni fara undir tíu prósent innan evrusvæðisins á næsta ári, í fyrsta sinn síðan árið 2009. Því virðist nú sjá fyrir endann á atvinnukreppunni sem hefur verið viðvarandi í Evrópu frá því í efnahagskreppunni árið 2008. Atvinnulausum fór fjölgandi frá 2008 til 2013 á evrusvæðinu, en hefur fækkað stig af stigi síðan þá hefur fækkað um 2,9 milljónir í þeim nítján löndum, sem nota evruna, á síðastliðnum þremur árum. Atvinnulausum fer stöðugt fækkandi í þeim löndum sem lentu í dýpstu efnahagskreppunni, má þar nefna Spán, Írland, Portúgal og Kýpur. Hlutfall atvinnulausra lækkaði um sex prósentustig á fjórum árum á Írlandi, úr 14,7 prósentum árið 2012 í 8,6 prósent í mars 2016. Á sama tíma lækkaði hlutfall atvinnulausra úr 15,8 prósentum í 12,1 prósent. Öll þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa þurft að sæta erfiðum efnahagslegum umbótum í staðinn fyrir alþjóðlegar björgunaraðgerðir. Grikkland er eina landið sem hefur ekki upplifað viðsnúning. Spáð er 24,6 prósenta atvinnuleysi í Grikklandi í ár og 23,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Atvinnuleysi á evrusvæðinu er um þessar mundir mest í Grikklandi þar sem það mælist 24,4 prósent og á Spáni þar sem það er 20,4 prósent. Enn eru 16,4 milljónir atvinnulausar innan evrusvæðisins. Atvinnuleysi er enn viðvarandi vandamál, sér í lagi meðal ungs fólks, þar sem það mældist 21 prósent í mars. Ungum atvinnulausum hefur þó farið ört fækkandi á síðastliðnum átján mánuðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 10,2 prósent í lok mars. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir að atvinnuleysi muni fara undir tíu prósent innan evrusvæðisins á næsta ári, í fyrsta sinn síðan árið 2009. Því virðist nú sjá fyrir endann á atvinnukreppunni sem hefur verið viðvarandi í Evrópu frá því í efnahagskreppunni árið 2008. Atvinnulausum fór fjölgandi frá 2008 til 2013 á evrusvæðinu, en hefur fækkað stig af stigi síðan þá hefur fækkað um 2,9 milljónir í þeim nítján löndum, sem nota evruna, á síðastliðnum þremur árum. Atvinnulausum fer stöðugt fækkandi í þeim löndum sem lentu í dýpstu efnahagskreppunni, má þar nefna Spán, Írland, Portúgal og Kýpur. Hlutfall atvinnulausra lækkaði um sex prósentustig á fjórum árum á Írlandi, úr 14,7 prósentum árið 2012 í 8,6 prósent í mars 2016. Á sama tíma lækkaði hlutfall atvinnulausra úr 15,8 prósentum í 12,1 prósent. Öll þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa þurft að sæta erfiðum efnahagslegum umbótum í staðinn fyrir alþjóðlegar björgunaraðgerðir. Grikkland er eina landið sem hefur ekki upplifað viðsnúning. Spáð er 24,6 prósenta atvinnuleysi í Grikklandi í ár og 23,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári. Atvinnuleysi á evrusvæðinu er um þessar mundir mest í Grikklandi þar sem það mælist 24,4 prósent og á Spáni þar sem það er 20,4 prósent. Enn eru 16,4 milljónir atvinnulausar innan evrusvæðisins. Atvinnuleysi er enn viðvarandi vandamál, sér í lagi meðal ungs fólks, þar sem það mældist 21 prósent í mars. Ungum atvinnulausum hefur þó farið ört fækkandi á síðastliðnum átján mánuðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira