Evrópukvöldin á Anfield eru heimsþekkt og menn eru enn að tala um það síðasta á undan þessu þegar Liverpool kom til baka og sló út þýska liðið Borussia Dortmund.
Liverpool þarf að koma til baka í kvöld því Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 og nægir því jafntefli á Anfield í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Jürgen Klopp hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt en bæði Daniel Sturridge og Emre Can fá að byrja þennan mikilvæga leik. Can er að koma inn aftur eftir að hafa misst af fimm síðustu leikjum vegna ökklameiðsla.
Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Clyne, Toure, Lovren, Moreno, Can, Milner, Lallana, Firmino, Coutinho, Sturridge.
Varamenn: Ward, Benteke, Lucas, Allen, Skrtel, Ibe, Smith.
Hér fyrir neðan má sjá stemninguna á Anfield Road fyrir utan leikvanginn en Liverpool setti þetta myndband inn á fésbókarsíðu sína.