Íslensk sérþekking nýtist öðrum Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 6. maí 2016 07:00 Ísland hefur skapað sér stöðu sem alþjóðleg miðstöð umræðu og samstarfs um jarðhitanýtingu. Þekkingin sem byggst hefur upp hérlendis nýtist nú langt utan landsteinanna og með jákvæðum áhrifum víða um heim. Yfir 700 gestir frá um 50 löndum tóku þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Tilgangur ráðstefnunnar var meðal annars að greina frá reynslu Íslendinga af jarðhitanýtingu hér heima og á alþjóðavettvangi og skoða í samhengi við loftslags- og þróunarmál. Fjölmargar þjóðir Afríku, Rómönsku Ameríku og Suðaustur-Asíu búa við mikla orkufátækt, þrátt fyrir að búa yfir miklum orkuauðlindum. Jarðhiti er vannýtt auðlind í mörgum þessara landa, sem gætu með nýtingu breytt samfélögum sínum til hins betra með jákvæðum loftlagsáhrifum. Það sama á við um fjölmargar Evrópuþjóðir, sem búa yfir jarðhita án þess að nýta hann. Með því að miðla af okkar reynslu og flytja út þekkingu sýnum við samfélagslega ábyrgð, stuðlum að sjálfbærri orkunýtingu og sköpum verðmæti. Íslensk stjórnvöld hafa í áratugi hvatt til ábyrgrar og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa á heimsvísu. Með því má draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og loftmengun. Markviss nýting á jarðhita þar sem slíkt er fýsilegt gæti til lengri tíma dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga og hliðarverkunum þeirra, sem geta bæði verið heilsufarslegar og félagslegar. Til dæmis er talið að loftslagsbreytingar hafi meiri áhrif á félagslega stöðu kvenna en karla í fátækari hluta heimsins, þar sem ýmis hefðbundin kvennastörf verða erfiðari með auknum áhrifum loftlagsbreytinga. Mikilvægt er því að konur komi að stefnumótum í loftslagsmálum. Um það leyti sem jarðhitaráðstefnan var haldin í Reykjavík höfðu fulltrúar rúmlega 170 þjóðríkja nýlega skrifað undir loftlagssamninginn sem kenndur er við París – þar með talin Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Samhugur þjóða heims í baráttunni við loftlagsbreytingar er dýrmætur og þar skiptir framlag Íslendinga máli. Erlendir gestir jarðhitaráðstefnunnar í Reykjavík virtust sammála því, að mikilvægi Íslands á þessu sviði væri ótvírætt og útflutningur á íslenskri sérþekkingu nýttist öðrum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur skapað sér stöðu sem alþjóðleg miðstöð umræðu og samstarfs um jarðhitanýtingu. Þekkingin sem byggst hefur upp hérlendis nýtist nú langt utan landsteinanna og með jákvæðum áhrifum víða um heim. Yfir 700 gestir frá um 50 löndum tóku þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Tilgangur ráðstefnunnar var meðal annars að greina frá reynslu Íslendinga af jarðhitanýtingu hér heima og á alþjóðavettvangi og skoða í samhengi við loftslags- og þróunarmál. Fjölmargar þjóðir Afríku, Rómönsku Ameríku og Suðaustur-Asíu búa við mikla orkufátækt, þrátt fyrir að búa yfir miklum orkuauðlindum. Jarðhiti er vannýtt auðlind í mörgum þessara landa, sem gætu með nýtingu breytt samfélögum sínum til hins betra með jákvæðum loftlagsáhrifum. Það sama á við um fjölmargar Evrópuþjóðir, sem búa yfir jarðhita án þess að nýta hann. Með því að miðla af okkar reynslu og flytja út þekkingu sýnum við samfélagslega ábyrgð, stuðlum að sjálfbærri orkunýtingu og sköpum verðmæti. Íslensk stjórnvöld hafa í áratugi hvatt til ábyrgrar og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa á heimsvísu. Með því má draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og loftmengun. Markviss nýting á jarðhita þar sem slíkt er fýsilegt gæti til lengri tíma dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga og hliðarverkunum þeirra, sem geta bæði verið heilsufarslegar og félagslegar. Til dæmis er talið að loftslagsbreytingar hafi meiri áhrif á félagslega stöðu kvenna en karla í fátækari hluta heimsins, þar sem ýmis hefðbundin kvennastörf verða erfiðari með auknum áhrifum loftlagsbreytinga. Mikilvægt er því að konur komi að stefnumótum í loftslagsmálum. Um það leyti sem jarðhitaráðstefnan var haldin í Reykjavík höfðu fulltrúar rúmlega 170 þjóðríkja nýlega skrifað undir loftlagssamninginn sem kenndur er við París – þar með talin Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Samhugur þjóða heims í baráttunni við loftlagsbreytingar er dýrmætur og þar skiptir framlag Íslendinga máli. Erlendir gestir jarðhitaráðstefnunnar í Reykjavík virtust sammála því, að mikilvægi Íslands á þessu sviði væri ótvírætt og útflutningur á íslenskri sérþekkingu nýttist öðrum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar