Körfubolti

Cleveland í lykilstöðu | Spurs settist í bílstjórasætið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kawhi Leonard var frábær í nótt.
Kawhi Leonard var frábær í nótt. vísir
Cleveland Cavaliers er svo gott sem komið í úrslitaeinvígið í Austurdeild-NBA eftir að liðið vann Atlanta Hawks, 121-108, í nótt og leiðir Cavs einvígið 3-0.

Leikurinn fór fram í Atlanta og er því útlitið slæmt fyrir Haukana. Cavs einmitt sópaði liðinu út úr úrslitakeppninni í fyrra og getur lítið komið í veg fyrir að það endurtaki sig. Lebron James var frábær í liðið Cleveland og skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Meiri spenna er í viðureign San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder. Liðin mættust í Oklahoma í nótt og var þá staðan í einvíginu 1-1. Mikil spenna var í leiknum alveg til enda en Spurs hafði betur undir lokin og vann leikinn 100-96.

Kawhi Leonard var átti enn einn frábæran leikinn og skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Kevin Durant var með 26 stig fyrir OKC.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×