300 hagfræðingar: Engin efnahagsleg rök fyrir tilvist skattaskjóla ingvar haraldsson skrifar 9. maí 2016 14:29 Hagfræðingarnir vilja uppræta tilvist skattaskjóla. vísir/getty Engin efnahagsleg rök eru fyrir að leyfa áframhaldandi tilvist skattaskjóla samkvæmt bréfi sem 300 hagfræðingar hafa ritað til leiðtoga ríkja heims. Að því er fram kemur á vef The Guardian er bréfið skrifað að undirlagi góðgerðasamtakanna Oxfam og meðal þeirra sem skrifa undir það er metsöluhöfundurinn Thomas Piketty og Angus Deaton, handhafi síðustu nóbelsverðlauna í hagfræði. Hagfræðingarnir segja að ekki verði auðvelt að brjóta á bak aftur kerfi skattaskjóla þar sem valdamiklir aðilar hafi hagsmuni af óbreyttu kerfi. Þeir vilja að alþjóðlegum reglum verið komið á þar sem fyrirtæki þurfi að birta sundurliðaðar upplýsingar um skattskyld umsvif sín eftir löndum. Einn hagfræðinganna, Ha-Joon Chang við Cambridge háskólann, segist, í samtali við BBC, hafa skrifað undir bréfið því skattaskjól hafi engan tilgang sem gagn sé af. Bréfið er birt áður en 40 þjóðarleiðtogar funda á Bretlandi á fimmtudaginn um aðgerðir gegn spillingu. Hagfræðingarnir segja Breta vera í einstakri stöðu þar sem ríflega þriðjungur sé staðsettur á svæðum sem heyri undir bresk yfirráð. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Engin efnahagsleg rök eru fyrir að leyfa áframhaldandi tilvist skattaskjóla samkvæmt bréfi sem 300 hagfræðingar hafa ritað til leiðtoga ríkja heims. Að því er fram kemur á vef The Guardian er bréfið skrifað að undirlagi góðgerðasamtakanna Oxfam og meðal þeirra sem skrifa undir það er metsöluhöfundurinn Thomas Piketty og Angus Deaton, handhafi síðustu nóbelsverðlauna í hagfræði. Hagfræðingarnir segja að ekki verði auðvelt að brjóta á bak aftur kerfi skattaskjóla þar sem valdamiklir aðilar hafi hagsmuni af óbreyttu kerfi. Þeir vilja að alþjóðlegum reglum verið komið á þar sem fyrirtæki þurfi að birta sundurliðaðar upplýsingar um skattskyld umsvif sín eftir löndum. Einn hagfræðinganna, Ha-Joon Chang við Cambridge háskólann, segist, í samtali við BBC, hafa skrifað undir bréfið því skattaskjól hafi engan tilgang sem gagn sé af. Bréfið er birt áður en 40 þjóðarleiðtogar funda á Bretlandi á fimmtudaginn um aðgerðir gegn spillingu. Hagfræðingarnir segja Breta vera í einstakri stöðu þar sem ríflega þriðjungur sé staðsettur á svæðum sem heyri undir bresk yfirráð.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira