Ein þjóð, öll við sama borð Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með kröfugöngu í fyrsta sinn hér á landi 1. maí 1923. Blaðamanni Morgunblaðsins fannst lítið til göngunnar koma og fór hann um hana háðuglegum orðum. Hann sagði þátttökuna hafa verið dræma, börn og kvenfólk hafa verið þar í meirihluta og „svo fátt af fullorðnum, verkfærum mönnum að það vakti almenna eftirtekt.“ Gönguna kallaði hann „meinlausan og gagnslausan skopleik“. Við upphaf 20. aldarinnar beið verkalýðshreyfingarinnar mikið verk. Misskipting auðs í íslensku samfélagi var sláandi eins og sjá má á eftirfarandi árslaunum fólks á heimastjórnartímabilinu:Hannes Hafstein, ráðherra: 8.000 krónurKlemens Jónsson, landritari: 6.000 krónurSkrifstofustjórarnir í Stjórnarráðinu: 3.500 krónurEmil Schou, bankastjóri Íslandsbanka: 8.000 krónurBókarar í Íslandsbanka: 1.800 krónurSkipstjórar: 3.000 krónurTrésmiðir: 1.500 krónurVerkamenn: 500 krónurVerkakonur: 250 krónurStórkaupmenn: Um 10 þúsund króna hagnaður á ári Misskiptingin birtist jafnframt skýrt í ólíkum húsakosti landsmanna. Tryggvi Emilsson rithöfundur fæddist við upphaf 20. aldar. Hann lýsti þannig íbúð sem fjölskylda hans bjó í á Akureyri þegar hann var barn: „Ekki var þetta stórt í sniðum, eitt herbergi undir súð og aðgangur að eldhúsi þar sem önnur hjón barnmörg áttu sitt matborð, þar sem vanfær kona stóð við eldavélina, gerði mat og þvoði þvotta. Engin upphitun var í húsinu nema frá eldavélinni ... Engin hurð var á dyrum á loftskörinni en strigapoki hengdur fyrir opið. Stiginn upp á loft var opinn með mjóum þrepum bröttum, um þann stiga varð að bera allt vatn sem sótt var í brunn sem margir jusu úr. Allt skólp og annar úrgangur var borinn út í fjöru og þar var losað úr náttgögnum og eins úr útikamri sem of margir gengu um.“ Um sama leyti reisti athafnamaðurinn Thor Jensen sér hús við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Var húsið byggt í ítölskum villustíl, skreytt klassísku skrauti og súlum. Í því voru 15 herbergi auk eldhúss. Þar var billjarðstofa og vínkjallari og þegar veislur voru haldnar gátu 24 setið til borðs í borðstofunni. Þó að hvorki væri komin rafveita né vatnsveita í Reykjavík þegar húsið var byggt var bæði rennandi vatn og rafmótor til lýsingar í húsinu.Lög og leikreglur Svo djúp gjá var milli ríkra og fátækra við upphaf 20. aldar að segja má að í efnahagslegum skilningi hafi búið hér tvær þjóðir. En við tóku betri tímar. Ólíklegt er að nokkur landsmanna þurfi í dag að notast við strigapoka í stað hurða eins og Tryggvi Emilsson. Eitt hefur þó ekki breyst. Panama-skjölin sem hafa verið efst á baugi síðustu vikur hafa varpað ljósi á alvarlegt samfélagsmein: Þótt við Íslendingar búum kannski öll við sömu lög og reglur búum við svo sannarlega ekki öll við sömu leikreglur. Hér búa enn tvær þjóðir.Hliðarveruleiki til sölu Hópur fólks kaupir sér nú aðgang að hliðarveruleika íslensks samfélags, einhvers konar stétt æðri amlóða sem rugluðu Panama saman við Dolce og Gabbana og héldu að þeir væru að kaupa sér sólgleraugu en ekki skattaskjól þegar þeir skrifuðu undir pappíra frá Mossack Fonseca. Þegar kemur að fyrrverandi ríkiseignum býr þjóðfélagshópurinn yfir aðdráttarafli á við heila plánetu með jafnmargar opnar lánalínur og fjöldi tungla sem hverfast kringum Júpíter. Massi holdugs hópsins sem gæðir sér á spældum gullgæsaeggjum með beikoninu sínu á morgnana er svo mikill að hann skilur eftir sig svarthol í tíma, rúmi og sameiginlegum koffortum samfélagsins. Árið 1923 þótti blaðamanni Morgunblaðsins kröfuganga verkalýðsins eiga lítið erindi við Íslendinga. Á morgun, 1. maí, höfum við þó enn á ný ástæðu til að koma saman og krefjast réttlátara samfélags. Óskin er einföld: Ein þjóð, öll við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur með kröfugöngu í fyrsta sinn hér á landi 1. maí 1923. Blaðamanni Morgunblaðsins fannst lítið til göngunnar koma og fór hann um hana háðuglegum orðum. Hann sagði þátttökuna hafa verið dræma, börn og kvenfólk hafa verið þar í meirihluta og „svo fátt af fullorðnum, verkfærum mönnum að það vakti almenna eftirtekt.“ Gönguna kallaði hann „meinlausan og gagnslausan skopleik“. Við upphaf 20. aldarinnar beið verkalýðshreyfingarinnar mikið verk. Misskipting auðs í íslensku samfélagi var sláandi eins og sjá má á eftirfarandi árslaunum fólks á heimastjórnartímabilinu:Hannes Hafstein, ráðherra: 8.000 krónurKlemens Jónsson, landritari: 6.000 krónurSkrifstofustjórarnir í Stjórnarráðinu: 3.500 krónurEmil Schou, bankastjóri Íslandsbanka: 8.000 krónurBókarar í Íslandsbanka: 1.800 krónurSkipstjórar: 3.000 krónurTrésmiðir: 1.500 krónurVerkamenn: 500 krónurVerkakonur: 250 krónurStórkaupmenn: Um 10 þúsund króna hagnaður á ári Misskiptingin birtist jafnframt skýrt í ólíkum húsakosti landsmanna. Tryggvi Emilsson rithöfundur fæddist við upphaf 20. aldar. Hann lýsti þannig íbúð sem fjölskylda hans bjó í á Akureyri þegar hann var barn: „Ekki var þetta stórt í sniðum, eitt herbergi undir súð og aðgangur að eldhúsi þar sem önnur hjón barnmörg áttu sitt matborð, þar sem vanfær kona stóð við eldavélina, gerði mat og þvoði þvotta. Engin upphitun var í húsinu nema frá eldavélinni ... Engin hurð var á dyrum á loftskörinni en strigapoki hengdur fyrir opið. Stiginn upp á loft var opinn með mjóum þrepum bröttum, um þann stiga varð að bera allt vatn sem sótt var í brunn sem margir jusu úr. Allt skólp og annar úrgangur var borinn út í fjöru og þar var losað úr náttgögnum og eins úr útikamri sem of margir gengu um.“ Um sama leyti reisti athafnamaðurinn Thor Jensen sér hús við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Var húsið byggt í ítölskum villustíl, skreytt klassísku skrauti og súlum. Í því voru 15 herbergi auk eldhúss. Þar var billjarðstofa og vínkjallari og þegar veislur voru haldnar gátu 24 setið til borðs í borðstofunni. Þó að hvorki væri komin rafveita né vatnsveita í Reykjavík þegar húsið var byggt var bæði rennandi vatn og rafmótor til lýsingar í húsinu.Lög og leikreglur Svo djúp gjá var milli ríkra og fátækra við upphaf 20. aldar að segja má að í efnahagslegum skilningi hafi búið hér tvær þjóðir. En við tóku betri tímar. Ólíklegt er að nokkur landsmanna þurfi í dag að notast við strigapoka í stað hurða eins og Tryggvi Emilsson. Eitt hefur þó ekki breyst. Panama-skjölin sem hafa verið efst á baugi síðustu vikur hafa varpað ljósi á alvarlegt samfélagsmein: Þótt við Íslendingar búum kannski öll við sömu lög og reglur búum við svo sannarlega ekki öll við sömu leikreglur. Hér búa enn tvær þjóðir.Hliðarveruleiki til sölu Hópur fólks kaupir sér nú aðgang að hliðarveruleika íslensks samfélags, einhvers konar stétt æðri amlóða sem rugluðu Panama saman við Dolce og Gabbana og héldu að þeir væru að kaupa sér sólgleraugu en ekki skattaskjól þegar þeir skrifuðu undir pappíra frá Mossack Fonseca. Þegar kemur að fyrrverandi ríkiseignum býr þjóðfélagshópurinn yfir aðdráttarafli á við heila plánetu með jafnmargar opnar lánalínur og fjöldi tungla sem hverfast kringum Júpíter. Massi holdugs hópsins sem gæðir sér á spældum gullgæsaeggjum með beikoninu sínu á morgnana er svo mikill að hann skilur eftir sig svarthol í tíma, rúmi og sameiginlegum koffortum samfélagsins. Árið 1923 þótti blaðamanni Morgunblaðsins kröfuganga verkalýðsins eiga lítið erindi við Íslendinga. Á morgun, 1. maí, höfum við þó enn á ný ástæðu til að koma saman og krefjast réttlátara samfélags. Óskin er einföld: Ein þjóð, öll við sama borð.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun