Heldur hlustunarpartí og frumsýnir myndband sama kvöldið Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. apríl 2016 10:30 Aron Can ætlar að gefa út myndband og plötu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Aron Can Gultekin er ungur og efnilegur rappari úr Grafarvoginum sem hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku rappsenuna. Aron er fæddur árið 1999 og er því ekki mjög gamall en hann hefur þó verið að semja texta og rappa í 6 ár eða síðan hann var 10 ára. Lögin hans Þekkir stráginn og Enginn mórall hafa fengið ágætis viðtökur á YouTube, bæði komin með hátt í 20 þúsund áhorf, og á Prikinu í kvöld ætlar hann að halda hlustunarpartí með nýtt mixteip og frumsýna myndband við tvö lög af plötunni. „Þetta er myndband við lögin Enginn mórall og Grunaður, tvö lög í einu, 9 mínútur. Við vorum ógeðslega heppnir með að fá hann Ágúst Elí, sem er að taka upp myndbandið og vinna í því „as we speak“, með okkur. Við tókum þetta upp hérna heima, ég útskýrði bara fyrir honum hvernig þetta ætti að vera, þetta er allt „one take“, við náðum þessu í fyrstu tilraun og búmm - komið.“Aron Can.Vísir/VilhelmHér er um frumraun Arons að ræða en hann hefur þó verið nokkuð duglegur við að koma fram á tónleikum hingað til, kom m.a. fram á AK Extreme snjóbrettahátíðinni á Akureyri, hefur verið tíður gestur á Prikinu og verður að spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar. „Þetta er átta laga teip, engin „features“ – bara ég. Síðan eru Aron Rafn og Jón Bjarni á öllu öðru, bæði mixi og pródúseringu. Ég ákvað að vera bara einn á þessu teipi, þetta er bara ég að gera mína tónlist. En síðan verð ég í lagi með Emmsjé Gauta á plötunni hans. Mig langar svo mikið að vinna bara með nýjum tónlistarmönnum, allavegana í mínum lögum. Mér finnst geggjað „sweet“ að vera „featured“ í lögum með öðrum af því að ég er nýr að vera í lögum með þessum gæjum, en þegar kemur að mínum lögum vil ég halda mig í mínum hring. Ég og pródúserarnir erum eiginlega hljómsveit, þetta erum bara við strákarnir á þessum teipum,“ segir Aron spurður út í mixteipið. Hann stefnir á að gefa það út á miðvikudaginn og síðan ætti myndbandið að koma út fljótlega á næstu dögum eftir það.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp