Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að auðsótt verði að koma megnið af þeim eignum sem ríkið eignaðist með stöðugleikaframlögum í verð. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Fjármálaráðuneytið mun opinbera samning við félagið Lindarhvol ehf., um með hvaða hætti standa á að sölu eigna sem féllu ríkinu í skaut með svokölluðum stöðugleikaframlögum, á næstunni. Lindarhvoll, sem er í eigu ríkisins, á að sjá um að selja eignirnar, að eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka undanskildum, en sá hlutur er í umsjá Bankasýslu ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að koma meginþorra eignanna í verð fyrir áramót. „Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“ Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að ráðuneytið áætlaði að félagið myndi ná að fullnusta 80% verðmæta eignanna innan 18 mánaða. Auðvelt eigi að vera að koma skráðum bréfum í verð og ákveðnum óskráðum eignum. „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð,“ segir Bjarni. „Í því samhengi þá er auðvitað verið að leggja áherslu á opið ferli, að það sé gætt að því að fá hámarksvirði fyrir eignirnar og jafnræði,“ segir hann um samninginn við Lindarhvol. Ríkinu var með stöðugleikaframlögunum afhentur hlutur í sextán félögum, auk skuldabréfa og fleiri eigna. Með framlögunum varð ríkið stærsti hluthafinn í Sjóvá og á 13,67 prósenta hlut. Þá á ríkið 6,38 nú prósenta hlut í Reitum og hlut í Eimskipum, en félögin þrjú eru öll skráð í Kauphöll Íslands. Auk þess á ríkið allt hlutafé í Lyfju, hlut í Lýsingu, Dohop, Auði Capital og fleiri félögum. „Mín skoðun er sú að þegar horft er til skráðra jafnt sem óskráðra eigna inn í þessu eignasafni þá sé ekkert tilefni fyrir ríkið til þess að halda á eignarhlutnum og standa í þeim rekstri,“ segir Bjarni. Stofnun Lindarhvols byggir á lögum sem Alþingi samþykkti í mars. Þegar Bjarni lagði frumvarpið fram í desember átti félagið að heyra undir Seðlabanka Íslands. Við meðferð frumvarpsins hjá efnahags- og viðskiptanefndar var því breytt og ákveðið að félagið heyrði undir fjármálaráðuneytið, en yrði í hæfilegri fjarlægð frá því. Í umsögn Seðlabankans sjálfs kom fram að hann teldi ekki heppilegt að félagið heyrði undir Seðlabankann þar sem eignirnar væru hvorki á forræði né á ábyrgð Seðlabankans. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, er stjórnarformaður félagsins. Þá situr Haukur C. Benediktsson, forstöðumann Eignasafn Seðlabanka Íslands, einnig í stjórn þess. Bjarni skipaði einnig Áslaugu Árnadóttur lögfræðing í stjórn félagsins en hún sagði sig frá stjórnarstörfum vegna mögulegs vanhæfis og tók ekki þátt í störfum þess. Varamaður í stjórn mun taka sæti Áslaugar.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira