Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Sæunn Gísladóttir skrifar 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður Morgan Stanley dróst saman um 54 prósent á tímabilinu. Vísir/Getty Stærstu fjárfestingarbankar Bandaríkjanna áttu gríðarlega erfiðan fyrsta ársfjórðung og dróst hagnaður þeirra á tímabilinu saman um allt að 60 prósent, tekjur drógust saman um allt að tuttugu prósent. Skoski hagfræðingurinn John Kay segir eina birtingarmynd þróunar fjármálakerfisins síðustu áratugi hve mikill óstöðugleiki ríki á fjármálamarkaði. Fyrsta mánuð ársins hrundu hlutabréf í kauphöllum Kína og bárust smitáhrif þess auk lækkandi olíuverðs til Bandaríkjanna. Hlutabréf í helstu fjárfestingarbönkum Bandaríkjanna lækkuðu all verulega á tímabilinu, eða um milli fimmtán og tæplega þrjátíu prósent. Nú sýna tilkynningar að bandarískir bankar áttu verulega þungan fyrsta ársfjórðung. Hagnaður Citigroup dróst saman um 27 prósent, tekjur drógust saman um ellefu prósent og námu 17,6 milljörðum dollara, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Tekjur Bank of America drógust einnig saman og námu 2,7 milljörðum dollara, jafnvirði 336 milljarða íslenskra króna, á sama tíma námu heildartekjur Wells Fargo 5,5 milljörðum dollara, 685 milljörðum króna. Hagnaður JP Morgan Chase & Co dróst saman um 6,7 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist yfir fimm ársfjórðunga tímabil. Hagnaður fjárfestingarbankans Goldman Sachs dróst verulega saman á ársfjórðungnum, fjórða ársfjórðunginn í röð. Hagnaður dróst saman um 60 prósent og tekjur fyrirtækisins drógust saman um 40,3 prósent á tímabilinu. Tekjur námu 6,34 milljörðum dollara, jafnvirði 785 milljarða íslenskra króna. Þær hafa ekki verið lægri síðan árið 2011. Eitt mesta höggið var hjá Morgan Stanley. Hagnaður bankans dróst saman um 54 prósent. Tekjur féllu um 21 prósent og námu 7,8 milljörðum dollara, 967 milljörðum króna, á tímabilinu. Af öllum bandarísku fjárfestingarbönkunum er talið að Morgan Stanley hafi hlotið mesta höggið þar sem hann er ekki með stóra viðskiptabankastarfsemi til að mýkja höggið í fjárfestingarbankastarfsemi. Greiningaraðilar segja að þetta hafi verið versta byrjun árs síðan í fjármálakreppunni 2007 til 2008 og óttast nú að niðurstaða fyrsta ársfjórðungs bendi til þess að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. Tengdar fréttir Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 14. apríl 2016 07:00 Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. 19. apríl 2016 12:31 Tekjur Bank of America drógust saman um 13% Tekjur Bank of America og Wells Fargo drógust saman á fyrsta ársfjórðungi. 14. apríl 2016 16:30 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærstu fjárfestingarbankar Bandaríkjanna áttu gríðarlega erfiðan fyrsta ársfjórðung og dróst hagnaður þeirra á tímabilinu saman um allt að 60 prósent, tekjur drógust saman um allt að tuttugu prósent. Skoski hagfræðingurinn John Kay segir eina birtingarmynd þróunar fjármálakerfisins síðustu áratugi hve mikill óstöðugleiki ríki á fjármálamarkaði. Fyrsta mánuð ársins hrundu hlutabréf í kauphöllum Kína og bárust smitáhrif þess auk lækkandi olíuverðs til Bandaríkjanna. Hlutabréf í helstu fjárfestingarbönkum Bandaríkjanna lækkuðu all verulega á tímabilinu, eða um milli fimmtán og tæplega þrjátíu prósent. Nú sýna tilkynningar að bandarískir bankar áttu verulega þungan fyrsta ársfjórðung. Hagnaður Citigroup dróst saman um 27 prósent, tekjur drógust saman um ellefu prósent og námu 17,6 milljörðum dollara, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Tekjur Bank of America drógust einnig saman og námu 2,7 milljörðum dollara, jafnvirði 336 milljarða íslenskra króna, á sama tíma námu heildartekjur Wells Fargo 5,5 milljörðum dollara, 685 milljörðum króna. Hagnaður JP Morgan Chase & Co dróst saman um 6,7 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist yfir fimm ársfjórðunga tímabil. Hagnaður fjárfestingarbankans Goldman Sachs dróst verulega saman á ársfjórðungnum, fjórða ársfjórðunginn í röð. Hagnaður dróst saman um 60 prósent og tekjur fyrirtækisins drógust saman um 40,3 prósent á tímabilinu. Tekjur námu 6,34 milljörðum dollara, jafnvirði 785 milljarða íslenskra króna. Þær hafa ekki verið lægri síðan árið 2011. Eitt mesta höggið var hjá Morgan Stanley. Hagnaður bankans dróst saman um 54 prósent. Tekjur féllu um 21 prósent og námu 7,8 milljörðum dollara, 967 milljörðum króna, á tímabilinu. Af öllum bandarísku fjárfestingarbönkunum er talið að Morgan Stanley hafi hlotið mesta höggið þar sem hann er ekki með stóra viðskiptabankastarfsemi til að mýkja höggið í fjárfestingarbankastarfsemi. Greiningaraðilar segja að þetta hafi verið versta byrjun árs síðan í fjármálakreppunni 2007 til 2008 og óttast nú að niðurstaða fyrsta ársfjórðungs bendi til þess að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka.
Tengdar fréttir Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 14. apríl 2016 07:00 Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. 19. apríl 2016 12:31 Tekjur Bank of America drógust saman um 13% Tekjur Bank of America og Wells Fargo drógust saman á fyrsta ársfjórðungi. 14. apríl 2016 16:30 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagnaður JP Morgan dróst saman milli ársfjórðunga Hagnaður JPMorgan Chase & Co dróst saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. 14. apríl 2016 07:00
Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi. 19. apríl 2016 12:31
Tekjur Bank of America drógust saman um 13% Tekjur Bank of America og Wells Fargo drógust saman á fyrsta ársfjórðungi. 14. apríl 2016 16:30