Myndaði í laumi í búningsklefa kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 10:42 Crossfit Reykjavík er staðsett í Faxafeni í Skeifunni. Mynd/Já.is Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð. Sundlaugar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Starfsmaður hjá Crossfit Reykjavík í Skeifunni var nýlega staðinn að því að mynda konur í búningsklefa þeirra. Hann var staðinn að verki og hefur verið vikið frá störfum. Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni sem er ein sú vinsælasta hér á landi. Um tvö tilvik er að ræða.Fréttatíminn greindi frá málinu í gær þar sem fram kom að manninum væri gefið að sök að hafa myndað þær í kynferðislegum tilgangi. Hann hafi látið lítið fyrir sér fara. Í annað skiptið hafi konan komið auga á manninn og spurt hvort hann væri að mynda sig. Hann hafi neitað fyrst en svo játað.Átta eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í Crossfit Reykjavík.Vísir/PjeturKomu upp eftirlitsmyndavélum Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík, segir í samtali við Vísi að stöðin líti málið alvarlegum augum og brugðist hafi verið við því. Viðkomandi, sem var starfsmaður í hlutastarfi, var látinn hætta og eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stöðinni. Eftirlitsmyndavélarnar eru alls átta en Hrönn segir að til umræðu hafi verið að koma upp myndavélum af almennum öryggisástæðum. Atvikið hafi orðið til þess að flýta því ferli. Allir sem komi í stöðina ættu að vera meðvitaðir um tilvist myndavélanna. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, sagði lögreglu verjast fregna af málinu og engar upplýsingar fengjust þaðan. Heimildir Fréttatímans herma að maðurinn hafi þegar játað brot sitt. Crossfit Reykjavík er ein vinsælasta líkamsræktarstöð landsins en meðal iðkenda þar undanfarin ár er Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í Crossfit.Mikill fjöldi gesta mætir í Laugardalslaug á hverjum degi. Erfitt er að fylgjast með farsímanotkun gesta sem bregðast margir hverjir illa við séu gerðar athugasemdir.vísir/gvaMyndbönd af nöktum körlum í Laugardal Myndbandsupptökur í búningsklefum virðast vera aukið vandamál með aukinni snjallsímaeign. Greint var frá því í mars að myndbönd af nöktum karlmönnum í Laugardalslaug hefðu verið birt á fjölsóttri klámsíðu. „Það er ótrúlegt að það sé ekki meira um þetta,“ sagði Logi Friðfinsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í samtali við Vísi af því tilefni. Vísaði hann til þess að snjallsímar væru orðin svo almenn eign, allir með myndavélar auk þess sem notkun þeirra í búningsklefum sé töluverð þrátt fyrir að hún sé bönnuð.
Sundlaugar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira