Á UFC 200, sem haldið verður í júlí, átti Írinn Conor McGregor að berjast við Nate Diaz. En í stað þess að fara til Las Vegar til að taka þátt í kynningarstarfinu er McGregor nú staddur á Íslandi þar sem hann er að æfa með Gunnari Nelson.
McGregor birti yfirlýsingu í vikunni þar sem hann segist ekki vilja taka þátt í því mikla kynningarstarfi sem á sér stað fyrir hvern bardaga nema að litlum hluta til. Hann vilji fremur fá að æfa í friði.
Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC
Dana White, forseti UFC, sat fyrir svörum um málið og sagði að það væri ekki sanngjarnt að McGregor fengi að sleppa við þá vinnu. Allir bardagamenn UFC taka þátt í kynningarstarfi fyrir bardaga sína.
Sjá einnig: White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu
Conor McGregor svaraði með þessari Twitter-færslu á meðan að fundurinn var enn í gangi:
Everyone flew in. Respect.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 22, 2016
But not everyone up there made the company 400million in 8 months.
Sjá einnig: Diaz: Fer í frí ef ég berst ekki við Conor
Í fyrstu yppti hann öxlum. En svo vísaði hann í síðasta bardaga þeirra þar sem Diaz bar sigur úr býtum.
„Hann fékk rassskellingu.“