Körfubolti

Cleveland og San Antonio í lykilstöðu | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

LeBron James og félagar í Cleveland eru komnir með annan fótinn í undanúrslit Austurdeildarinnar eftir 91-101 sigur á Detroit Pistons á útivelli. Cleveland leiðir einvígið 3-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig áfram.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland með 26 stig en James og Kevin Love skoruðu báðir 20 stig. James tók einnig 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði mest fyrir Detroit, eða 18 stig.

Boston Celtics minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu við Atlanta Hawks með átta stiga sigri, 111-103, á heimavelli í nótt.

Isiah Thomas setti persónulegt met og skoraði 42 stig fyrir Boston sem getur jafnað metin í einvíginu á sunnudaginn. Jeff Teague skoraði 23 stig fyrir Atlanta.

Kawhi Leonard, nýkjörinn varnarmaður ársins í NBA, skoraði 32 stig þegar San Antonio Spurs vann 87-96 sigur á Memphis Grizzlies á útivelli. Með sigrinum komst San Antonio í 3-0 í einvíginu og þarf því bara einn sigur til viðbótar til að komast áfram í undanúrslitin.

LaMarcus Aldridge skoraði 16 stig og tók 10 fráköst fyrir San Antonio. Hjá löskuðu liði Memphis, sem var aðeins með 10 leikfæra menn, var Zach Randolph atkvæðamestur með 20 stig og 11 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Detroit 91-101 Cleveland

Boston 111-103 Atlanta

Memphis 87-96 San Antonio

Cleveland-Detroit í draugsýn Isiah Thomas var í miklu stuði Kawhi Leonard var öflugur gegn Memphis
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×