Körfubolti

Tárvotur þjálfari Grizzlies: Við elskum þessa stráka | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dave Joerger var gráti næst.
Dave Joerger var gráti næst. vísir/getty
San Antonio Spurs var með sópinn á lofti í nótt þegar liðið vann Memphis Grizzlies fjórða sinni í einvígi liðanna í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Memphis-liðið skrölti inn í úrslitakeppnina með lykilmenn meidda og átti aldrei möguleika gegn sterku liði Spurs.

Dave Joerger, þjálfari Memphis, var þrátt fyrir allt stoltur af sínum strákum og átti varla orð yfir reynsluboltana Matt Barnes og Vince Carter sem vildu klára leikinn þrátt fyrir að sigur Spurs var sama og kominn í höfn.

„Um þetta snýst Memphis-körfuboltinn. Ég myndi gera allt fyrir þessa stráka eftir allt sem við erum búnir að ganga í gegnum,“ sagði Joerger með tárin í augunum. Þessir strákar börðust og ég get ekki sagt ykkur hversu stoltur ég er af öllum strákunum í búningsklefanum. Þetta er búið að vera erfitt.“

„Við hefðum getað hætt og ekki komist í úrslitakeppnina en þeir mættu alltaf til leiks og börðust eins og ljón. Við sem samfélag elskum liðið okkar og elskum þessa stráka. Við óskum þeim alls hins besta í framhaldi á þeirra ferli og vonandi verða þeir lengi hjá okkur.“

„Meira hef ég ekki að segja. Þakka ykkur fyrir frábært tímabil,“ sagði Dave Joerger og yfirgaf blaðamananfundinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×